Róbert vill kaupa Actavis Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Róbert Wessman Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði Alvogen formlegt tilboð í verksmiðju Actavis fyrir um tveimur vikum. Actavis tilkynnti á mánudaginn að verksmiðjunni yrði lokað árið 2017 og að 300 störf myndu tapast. Róbert staðfestir við Fréttablaðið að tilboð í verksmiðjuna og sölustarfsemi Actavis hér á landi hafi verið lagt fram. „Við höfum lýst yfir áhuga á því að kaupa verksmiðjuna í Hafnarfirði en því miður hafa ekki náðst samningar. Það eru auðvitað dapurleg tíðindi ef þessi starfsemi leggst af en við teljum að hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjuna hér á landi. Við höfum enn þá áhuga á að skoða kaup á þessari starfsemi en nauðsynlegt er að einhver framleiðsla fylgi með í þeim kaupum. Við höfðum hugsað okkur að íslenski markaðurinn fylgdi með.“ Róbert varð forstjóri Actavis á árinu 1999 þá aðeins 29 ára gamall en lét af störfum árið 2008 og hefur síðan leitt alþjóðlega uppbyggingu Alvogen sem hefur byggt upp starfsemi sína hér á landi. Róbert segist vilja gera allt sem hægt sé til að tryggja áframhaldandi rekstur verkmiðju Actavis. „Við teljum að verksmiðjan geti áfram verið samkeppnishæf og viljum nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan fyrirtækisins.“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, segir það stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um sögusagnir. Farið hafi verið yfir ýmsa möguleika en niðurstaðan hafi verið sú að flytja framleiðsluna til að tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni. „Þegar svona ákvarðanir eru teknar erum við ávallt opin fyrir viðræðum við áhugasama aðila enda er í þessu tilfelli langur tími til stefnu. Ákvörðunin um flutning framleiðslunnar sem tilkynnt var um á mánudag hefur ekki áhrif á störf eða starfsemi verkmiðjunnar fyrr en fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast í lok árs 2016 og fyrirhuguð lokun er ekki fyrr en um mitt ár 2017.“ Í janúar á síðasta ári tilkynnti Actavis um sölu á sjö markaðssvæðum fyrirtækisins í Vestur-Evrópu til indverska fyrirtækisins Aurobindo. Söluverð í þeim viðskiptum, samkvæmt fjölmörgum erlendum fjölmiðlum, var 30 milljónir evra, sem samsvara tæplega fjórum og hálfum milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð Alvogen álíka hátt. Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði Alvogen formlegt tilboð í verksmiðju Actavis fyrir um tveimur vikum. Actavis tilkynnti á mánudaginn að verksmiðjunni yrði lokað árið 2017 og að 300 störf myndu tapast. Róbert staðfestir við Fréttablaðið að tilboð í verksmiðjuna og sölustarfsemi Actavis hér á landi hafi verið lagt fram. „Við höfum lýst yfir áhuga á því að kaupa verksmiðjuna í Hafnarfirði en því miður hafa ekki náðst samningar. Það eru auðvitað dapurleg tíðindi ef þessi starfsemi leggst af en við teljum að hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjuna hér á landi. Við höfum enn þá áhuga á að skoða kaup á þessari starfsemi en nauðsynlegt er að einhver framleiðsla fylgi með í þeim kaupum. Við höfðum hugsað okkur að íslenski markaðurinn fylgdi með.“ Róbert varð forstjóri Actavis á árinu 1999 þá aðeins 29 ára gamall en lét af störfum árið 2008 og hefur síðan leitt alþjóðlega uppbyggingu Alvogen sem hefur byggt upp starfsemi sína hér á landi. Róbert segist vilja gera allt sem hægt sé til að tryggja áframhaldandi rekstur verkmiðju Actavis. „Við teljum að verksmiðjan geti áfram verið samkeppnishæf og viljum nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan fyrirtækisins.“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, segir það stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um sögusagnir. Farið hafi verið yfir ýmsa möguleika en niðurstaðan hafi verið sú að flytja framleiðsluna til að tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni. „Þegar svona ákvarðanir eru teknar erum við ávallt opin fyrir viðræðum við áhugasama aðila enda er í þessu tilfelli langur tími til stefnu. Ákvörðunin um flutning framleiðslunnar sem tilkynnt var um á mánudag hefur ekki áhrif á störf eða starfsemi verkmiðjunnar fyrr en fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast í lok árs 2016 og fyrirhuguð lokun er ekki fyrr en um mitt ár 2017.“ Í janúar á síðasta ári tilkynnti Actavis um sölu á sjö markaðssvæðum fyrirtækisins í Vestur-Evrópu til indverska fyrirtækisins Aurobindo. Söluverð í þeim viðskiptum, samkvæmt fjölmörgum erlendum fjölmiðlum, var 30 milljónir evra, sem samsvara tæplega fjórum og hálfum milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð Alvogen álíka hátt.
Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira