Viðskipti innlent

Ritstjóri sýknaður í meiðyrðamáli Róberts Wessman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Róbert höfðaði meiðyrðamálið vegna umfjöllunar Viðskiptablaðsins um stefnu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis á hendur sér þann 28. ágúst síðastliðinn.
Róbert höfðaði meiðyrðamálið vegna umfjöllunar Viðskiptablaðsins um stefnu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis á hendur sér þann 28. ágúst síðastliðinn. Vísir/Vilhelm
Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, höfðaði gegn honum í september. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. VB greinir frá.

Róbert höfðaði meiðyrðamálið vegna umfjöllunar Viðskiptablaðsins um stefnu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis á hendur sér þann 28. ágúst síðastliðinn. Taldi Róbert fyrirsögn blaðsins ósanna og meiðandi. Þá var haft eftir Björgólfi að Róbert hefði dregið að sér fé frá Actavis.

Í yfirlýsingu Róberts til fjölmiðla í haust sagði Róbert að málatilbúnaður í stefnu Björgólfs væri „algjörlega tilhæfulaus.“ Á forsíðunni sé hann sakaður um að draga sér fé en enga slíka ásökun hafi verið að finna í stefnunni.

Sjá einnig:Róbert svarar stefnu Björgólfs með ísfötuáskorun.

Viðskiptablaðið stóð við fréttaflutning inn, áréttaði það í frétt á vef sínum, þar sem fram kom að Róberti hafi verið gefinn kostur á að tjá sig við vinnslu réttarinnar.

Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars:

„Að mati dómsins var vinnsla umræddrar fréttar og framsetning hennar í blaðinu eðlileg þar sem sjónarmið stefnanda komu skýrlega fram, m.a. á forsíðu. Þá var umfjöllunin ekki hlutdræg eða í henni að finna sjálfstæða umfjöllun blaðamannsins er vann fréttina.“

Róbert þarf að greiða Bjarna eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Dóminn í heild sinni má lesa hér.


Tengdar fréttir

Slysið breytti forgangsröðuninni

Róbert Wessman var einstaklega heppinn þegar hann lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi fyrir ári. Hann segir bataferlið hafa verið erfitt en einnig gefandi. Samhliða endurhæfunginni eftir slysið hefur hann byggt upp Alvogen og hann vill að Ísland spili stórt hlutverk í uppbyggingu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×