Risavaxinn sveppur fannst í Borgarfirði 11. ágúst 2012 03:15 Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár og hefur aldrei séð annað eins ferlíki og þennan kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum.Fréttablaðið/GVA „Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir gætu orðið svona stórir, þó hef ég séð þá marga mjög stóra.“ Hann ætlar sér þó ekki að leggja sér sveppinn til munns, þar sem líklegt verði að teljast að flugulirfur og önnur skordýr séu búin að gera sig heimakomin í honum sökum stærðar og aldurs. Raimundas fann kóngssveppinn í einni af sínum árlegu sveppatínsluferðum. Ferlíkið vegur 2,6 kíló, svipað og meðalstórt lambalæri, er 33 sentimetrar í þvermál, sem er örlítið stærra en þvermál Fréttablaðsins, og 30 sentimetrar á hæð, eins og lengdin frá byrjun þessarar fréttar og niður blaðsíðuna. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar, segir þessa tilteknu tegund geta orðið mjög stóra. Önnur tegund, jötungíman, getur þó orðið mun stærri, en hún er af öðrum toga og myndar ekki staf og svepp, heldur eina stóra kúlu. „Allra stærstu sveppir í heimi geta orðið yfir tvö þúsund ára gamlir og náð yfir nokkra hektara. En þeir vaxa ofan í jörðinni og sjálft aldinið verður aldrei svo stórt,“ segir Guðríður. Kóngssveppur myndar svepprót með mörgum gerðum af trjárótum, er mjög fjölhæfur í því, að sögn Guðríðar. „Það er einmitt oft mikið af kóngssvepp í Borgarfirði þar sem þessi fannst,“ segir hún. Eitt af einkennum tegundarinnar er eins konar möskvamunstur efst á stofninum. Annars getur kúalubbinn verið svipaður kóngssveppnum, en hann er mun minni. Guðríður segir þetta sennilega vera einn af stærstu sveppum sem fundist hafa á landinu. sunna@frettabladid.is Tengdar fréttir Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
„Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir gætu orðið svona stórir, þó hef ég séð þá marga mjög stóra.“ Hann ætlar sér þó ekki að leggja sér sveppinn til munns, þar sem líklegt verði að teljast að flugulirfur og önnur skordýr séu búin að gera sig heimakomin í honum sökum stærðar og aldurs. Raimundas fann kóngssveppinn í einni af sínum árlegu sveppatínsluferðum. Ferlíkið vegur 2,6 kíló, svipað og meðalstórt lambalæri, er 33 sentimetrar í þvermál, sem er örlítið stærra en þvermál Fréttablaðsins, og 30 sentimetrar á hæð, eins og lengdin frá byrjun þessarar fréttar og niður blaðsíðuna. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar, segir þessa tilteknu tegund geta orðið mjög stóra. Önnur tegund, jötungíman, getur þó orðið mun stærri, en hún er af öðrum toga og myndar ekki staf og svepp, heldur eina stóra kúlu. „Allra stærstu sveppir í heimi geta orðið yfir tvö þúsund ára gamlir og náð yfir nokkra hektara. En þeir vaxa ofan í jörðinni og sjálft aldinið verður aldrei svo stórt,“ segir Guðríður. Kóngssveppur myndar svepprót með mörgum gerðum af trjárótum, er mjög fjölhæfur í því, að sögn Guðríðar. „Það er einmitt oft mikið af kóngssvepp í Borgarfirði þar sem þessi fannst,“ segir hún. Eitt af einkennum tegundarinnar er eins konar möskvamunstur efst á stofninum. Annars getur kúalubbinn verið svipaður kóngssveppnum, en hann er mun minni. Guðríður segir þetta sennilega vera einn af stærstu sveppum sem fundist hafa á landinu. sunna@frettabladid.is
Tengdar fréttir Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11. ágúst 2012 04:45