Rio: Manchester United mß ekki enda eins og Liverpool

 
Enski boltinn
11:30 10. FEBR┌AR 2016
Louis van Gaal hŠttir lÝklega eftir tÝmabili­.
Louis van Gaal hŠttir lÝklega eftir tÝmabili­. V═SIR/GETTY

Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United, hefur áhyggjur að sitt gamla félag fari í gegnum sömu eyðimerkurgöngu og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni gangi næsta stjóraráðning ekki upp.

Liverpool hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar en varð síðast enskur meistari árið 1990. United hefur unnið úrvalsdeildina þrettán sinnum en ekki verið nálægt því síðan Sir Alex Ferguson hætti.

Fastlega er búist við að Louis van Gaal láti af störfum hjá United eftir tímabilið og er José Mourinho sterklega orðaður við starfið. Sjálfur hefur hann sagt vinum sínum að hann taki við á Old Trafford.

„Það er risastór ákvörðun að fá nýjan mann inn því ef það gengur ekki upp gæti það haft langvarandi afleiðingar,“ segir Ferdinand við Daily Mail.

„Við viljum ekki lenda í því sem Liverpool er að ganga í gegnum. Manchester United vill ekki vera svo lengi úti í auðninni þar sem liðið vinnur ekkert og er ekki í baráttu um titla. Það má ekki gerast hjá Manchester United. Vandamálið er núna hver verður valinn,“ segir Rio Ferdinand.

Liverpool hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina í 26 ár og aðeins unnið einn titil undanfarinn áratug en það var deildabikarinn árið 2012.Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / Enski boltinn / Rio: Manchester United mß ekki enda eins og Liverpool
Fara efst