Innlent

Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðaráætlun í loftlagsmálum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Ríkisstjórnin samþykkti nýverið aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Samkvæmt henni verður dregið úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30 prósent til ársins 2020 með tíu lykilaðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Þar segir einnig að fjármálaráðherra hafi lagt fram frumvarp um eina af lykilaðgerðunum, sem er breyting á bifreiðasköttum og gjöldum.

„Markmið áætlunarinnar er að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi svo stjórnvöld fái staðið við stefnu sína og skuldbindingar í loftslagsmálum. Stefna íslenskra stjórnvalda er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30% til ársins 2020 miðað við losun árið 2005."

Tíu lykilatriði í framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar eru eftirfarandi:

1. Innleiðing viðskiptakerfis með losunarheimildir.

2. Kolefnisgjald.

3. Breytt kerfi skatta og gjalda á bíla og eldsneyti.

4. Notkun ríkis og sveitarfélaga á sparneytnum og vistvænum ökutækjum.

5. Efling göngu, hjólreiða og almenningssamgangna sem valkosts í samgöngum.

6. Notkun lífeldsneytis á fiskiskipaflotanum.

7. Rafvæðing fiskimjölsverksmiðja.

8. Aukin skógrækt og landgræðsla.

9. Endurheimt votlendis.

10. Efldar rannsóknir og nýsköpun í loftslagsmálum.

Nánar um málið á vef ráðuneytisins.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×