Ríkisstjórn heimilanna Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Árið sem nú er að líða hefur verið viðburðaríkt. Á vettvangi stjórnmálanna vegur þyngst að ný ríkisstjórn tók við völdum eftir kosningar í vor. Með mikinn þingmeirihluta að baki sér hófst hún þegar handa við að bæta hag heimilanna í landinu. Úrlausnir á skuldamálum heimilanna voru settar í farveg og undirbúning, skattkerfið var tekið til endurskoðunar og áhersla var lögð á hallalausan ríkisrekstur sem mun skila sér í bættum hag bæði heimila og fyrirtækja í landinu. Með miklum vilja, festu og skýrri forgangsröðum erum við þegar farin að merkja árangur af stefnu nýs Alþingi. Fjármálaráðherra kynnti í byrjun október fyrstu hallalausu fjárlögin í fimm ár og um nýliðna helgi samþykkti Alþingi fjárlögin þar sem enn er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Sem kunnugt er kynnti ríkisstjórnin svo tillögur sínar til úrslausnar á skuldavanda heimilanna um síðustu mánaðamót og við munum sjá þær tillögur í framkvæmd um mitt næsta ár. Mitt í öllum hagræðingaraðgerðum og frekari endurskoðun á rekstri ríkisins lagði ríkisstjórnin áherslu á að leiðrétta skerðingar til öryrkja og eldri borgara, standa vörð um heilbrigðiskerfið og hefja undirbúning að aukinni löggæslu. Allt starf ríkisstjórnarinnar miðar að því að bæta hag heimilanna og auka öryggi almennings. Stærsta verkefnið er þó að auka kaupmátt heimilanna og fjölga atvinnutækifærum. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt skattalækkanir sem munu koma til framkvæmda við upphaf nýs árs og það var ánægjulegt að sjá aðila vinnumarkaðarins undirrita nýja kjarasamninga um síðustu helgi, samninga sem fela í sér aukna von um stöðugleika og hagvöxt. Með hærri launum, lægri sköttum og lausnum á skuldavanda heimilanna munum við auka kaupmátt heimilanna og létta fólkinu í landinu lífið. Við getum því farið bjartsýn inn í jólahátíðina og nýtt ár. Fyrir okkur Íslendingum liggja óteljandi tækifæri sem við skulum nýta til þess að bæta landið og samfélag okkar enn frekar. Við skulum vera stolt af þeim árangri sem við höfum náð, einbeita okkur að því sem sameinar okkur sem þjóð og heita því að vinna enn betur saman á komandi ári. Að endingu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Árið sem nú er að líða hefur verið viðburðaríkt. Á vettvangi stjórnmálanna vegur þyngst að ný ríkisstjórn tók við völdum eftir kosningar í vor. Með mikinn þingmeirihluta að baki sér hófst hún þegar handa við að bæta hag heimilanna í landinu. Úrlausnir á skuldamálum heimilanna voru settar í farveg og undirbúning, skattkerfið var tekið til endurskoðunar og áhersla var lögð á hallalausan ríkisrekstur sem mun skila sér í bættum hag bæði heimila og fyrirtækja í landinu. Með miklum vilja, festu og skýrri forgangsröðum erum við þegar farin að merkja árangur af stefnu nýs Alþingi. Fjármálaráðherra kynnti í byrjun október fyrstu hallalausu fjárlögin í fimm ár og um nýliðna helgi samþykkti Alþingi fjárlögin þar sem enn er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Sem kunnugt er kynnti ríkisstjórnin svo tillögur sínar til úrslausnar á skuldavanda heimilanna um síðustu mánaðamót og við munum sjá þær tillögur í framkvæmd um mitt næsta ár. Mitt í öllum hagræðingaraðgerðum og frekari endurskoðun á rekstri ríkisins lagði ríkisstjórnin áherslu á að leiðrétta skerðingar til öryrkja og eldri borgara, standa vörð um heilbrigðiskerfið og hefja undirbúning að aukinni löggæslu. Allt starf ríkisstjórnarinnar miðar að því að bæta hag heimilanna og auka öryggi almennings. Stærsta verkefnið er þó að auka kaupmátt heimilanna og fjölga atvinnutækifærum. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt skattalækkanir sem munu koma til framkvæmda við upphaf nýs árs og það var ánægjulegt að sjá aðila vinnumarkaðarins undirrita nýja kjarasamninga um síðustu helgi, samninga sem fela í sér aukna von um stöðugleika og hagvöxt. Með hærri launum, lægri sköttum og lausnum á skuldavanda heimilanna munum við auka kaupmátt heimilanna og létta fólkinu í landinu lífið. Við getum því farið bjartsýn inn í jólahátíðina og nýtt ár. Fyrir okkur Íslendingum liggja óteljandi tækifæri sem við skulum nýta til þess að bæta landið og samfélag okkar enn frekar. Við skulum vera stolt af þeim árangri sem við höfum náð, einbeita okkur að því sem sameinar okkur sem þjóð og heita því að vinna enn betur saman á komandi ári. Að endingu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar