Viðskipti innlent

Ríkisskattstjóri hefur látið loka fimm fyrirtækjum vegna svartrar atvinnustarfsemi

Gissur Sigurðsson skrifar
Ríkisskattstjóri hefur látið loka fimm fyrirtækjum vegna svartrar atvinnustarfsemi
Ríkisskattstjóri hefur látið loka fimm fyrirtækjum vegna svartrar atvinnustarfsemi
Ríkisskattstjóri hefur látið loka fimm fyrirtækjum og tilkynnt 55 fyrirtækjum til viðbótar um lokun, þar sem skattskilum var ábótavant og svört atvinnustarfsemi var stunduð. Eftirlitið hefur verið stór eflt, en Samtök atvinnulífsins og ASÍ eru ekki lengur aðilar að því, eftir að SA tilkynnti um áramót að það ætlaði ekki að taka þátt í því að sinni.

Það var strax síðasta haust, þegar átaki þessara þriggja var lokið það árið, að ríkisskattstjóri efldi sitt eftirlit upp á eigin spýtur og var enn bætt í hóp eftirliltsmanna í sumar og eru eftirlitsteymin á ferð um allt land. Sem dæmi um meiri kraft í eftirlitinu, voru rétt liðlega þúsund fyrirtæki heimsótt í fyrra en það sem af er þessu ári eru þau orðin 1.310. Rekstraraðilum er leiðbeint, ef um minniháttar athugasemdir er að ræða, en refsað með lokunum ef brotin eru alvarleg. Ef það dugar ekki, er málum vísað til skattrannsóknastjóra. Ríkisskattstjóri telur þennan hátt eftirlits afar mikilvægan og líklegt að hann verði enn efldur þegar fram í sækir.      






Fleiri fréttir

Sjá meira


×