Ríkisrekin áburðarverksmiðja? Jón Júlíus Karlsson skrifar 28. febrúar 2014 20:40 Framsóknarmenn vilja reisa stóra áburðarverksmiðju hér á landi og hafa lagt tillögu þess efnis fram á Alþingi. Þingmaður Framsóknarflokksins segir ekkert því til fyrirstöðu að ríkið hafi forgöngu um atvinnuuppbyggingu á landinu. Hagfræðingur er lítt hrifinn af hugmyndinni. Verði áburðarverksmiðjan að veruleika þá myndi hún framleiða árlega um 70 þúsund tonn af áburði aðallega til útflutnings og skapa 150 til 200 störf. Samkvæmt þingsályktunartillögu átta þingmanna Framsóknarflokksins þá myndi framkvæmdin kosta um 120 milljarða króna. Helst kemur til greina að reisa verksmiðjuna í Helguvík eða í Þorlákshöfn. Þorsteinn Sæmundsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, telur að nú sé rétti tímapunkturinn til að reisa verksmiðjuna. „Áburður hefur hækkað mikið í verði á heimsmarkaði og það er allt sem bendir til þess að verð haldi áfram að hækka. Það er aukin notkun og eftirspurn í heiminum. Það þarf að auka matvælaframleiðslu í heiminum um 50%,“ segir Þorsteinn. Hann telur að skapa þurfi um 20 þúsund störf hér á landi á næstu árum. Ekkert sé því til fyrirstöðu að ríkið standi fyrir atvinnuskapandi verkefnum. „Það er mín prívatskoðun sú að ef þarf þá er ekkert að því að ríkið leiði hluthafahóp sem myndi vinna að svona verkefni eða öðrum,“ bætr Þorsteinn við.Raforkuverði yrði að vera mjög lágt Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði er ekki hrifinn af tillögu Framsóknarmanna. „Mér finnst hún nokkuð hæpin við fyrstu skoðun og alls ekki þannig vaxin að það sé ástæða fyrir löggjafaþingið að fara að hafa einhver sérstök afskipti af henni,“ segir Þórólfur. „Raforka yrði að vera seld til þessarar verksmiðju á mjög lágu verði til að vega upp á móti flutningskostnaði og gefa þessari verksmiðju færi á að bjóða lægra verð en áburðarverksmiðjur í Austur-Evrópu.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Framsóknarmenn vilja reisa stóra áburðarverksmiðju hér á landi og hafa lagt tillögu þess efnis fram á Alþingi. Þingmaður Framsóknarflokksins segir ekkert því til fyrirstöðu að ríkið hafi forgöngu um atvinnuuppbyggingu á landinu. Hagfræðingur er lítt hrifinn af hugmyndinni. Verði áburðarverksmiðjan að veruleika þá myndi hún framleiða árlega um 70 þúsund tonn af áburði aðallega til útflutnings og skapa 150 til 200 störf. Samkvæmt þingsályktunartillögu átta þingmanna Framsóknarflokksins þá myndi framkvæmdin kosta um 120 milljarða króna. Helst kemur til greina að reisa verksmiðjuna í Helguvík eða í Þorlákshöfn. Þorsteinn Sæmundsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, telur að nú sé rétti tímapunkturinn til að reisa verksmiðjuna. „Áburður hefur hækkað mikið í verði á heimsmarkaði og það er allt sem bendir til þess að verð haldi áfram að hækka. Það er aukin notkun og eftirspurn í heiminum. Það þarf að auka matvælaframleiðslu í heiminum um 50%,“ segir Þorsteinn. Hann telur að skapa þurfi um 20 þúsund störf hér á landi á næstu árum. Ekkert sé því til fyrirstöðu að ríkið standi fyrir atvinnuskapandi verkefnum. „Það er mín prívatskoðun sú að ef þarf þá er ekkert að því að ríkið leiði hluthafahóp sem myndi vinna að svona verkefni eða öðrum,“ bætr Þorsteinn við.Raforkuverði yrði að vera mjög lágt Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði er ekki hrifinn af tillögu Framsóknarmanna. „Mér finnst hún nokkuð hæpin við fyrstu skoðun og alls ekki þannig vaxin að það sé ástæða fyrir löggjafaþingið að fara að hafa einhver sérstök afskipti af henni,“ segir Þórólfur. „Raforka yrði að vera seld til þessarar verksmiðju á mjög lágu verði til að vega upp á móti flutningskostnaði og gefa þessari verksmiðju færi á að bjóða lægra verð en áburðarverksmiðjur í Austur-Evrópu.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira