Ríkir Íslendingarnir verða ríkari: Þéna hærra hlutfall heildartekna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2015 16:15 Tekjuhæstu fimm prósent þjóðarinnar þénuðu 257,6 milljarða króna árið 2013. Það samsvarar 21,5 prósent af heildartekjum Íslendinga. Sama hlutfall var 17,6 prósent árið 2012. Hlutfallið náði hámarki árið 2007 þegar tekjuhæstu fimm prósentin þénuðu 33,2 prósent af heildartekjum en það fór lækkandi í kjölfar hrunsins. Árið 2012 og 2013 tóku tekjuhæstu 5 prósentin stærri sneið af tekjukökunni.Taka stærri hluta en árið áður Sé hópurinn þrengdur enn meira má sjá að tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði sem nemur 2,3 prósentum af heildartekjum þjóðarinnar. Það er langt frá þeim toppi sem hópurinn náði árið 2007, þegar tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði 10,2 prósent allra tekna. Sama er uppi á teningnum hjá þessum hópi og fimm prósent tekjuhæstu þegar kemur að vexti á milli ára. Árin 2012 og 2013 tók hópurinn hærra hlutfall tekna til sín en fyrstu árin eftir hrun.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. Í svarinu koma fram nokkuð ítarleg gögn um tekjur, eignir og eigið fé landsmanna frá árinu 2012 til 2013. Í gögnunum kemur skýrt fram að tekjuhæstu og eignamestu hópar þjóðarinnar hafa á þessu tímabili þénað og eignast stærra hlutfall en hin 95 prósent þjóðarinnar. Með öðrum orðum er bilið á milli þeirra ríkustu og fátækustu og launahæstu og launalægstu að aukast.Eiga margfalt meira en hinir Þar má til dæmis sjá að heildareignir þeirra fimm prósent landsmanna sem eiga mest námu 1.255,3 milljarða króna, eða 31,5 prósent af heildareignum þjóðarinnar. Eignamesta eina prósentið var 531,5 milljarður, sem nemur 13,3 prósentum og heildareignir 0,1 prósent landsmanna sem mest áttu voru 181,6 milljarðar króna. Það samsvarar 4,6 prósent af heildareignum allra landsmanna. Þetta segir hinsvegar aðeins hálfa söguna því að í gögnunum er hlutafjáreign metin á nafnvirði. Eignir ríkustu Íslendinganna eru því verulega vanmetnar. Þá má gera ráð fyrir enn hærri eignum vegna fasteigna en þær eru metnar á fasteignamatsverði, sem oft á tíðum er mun lægra en markaðsvirði eigna.200 fjölskyldur í 0,1 prósentinu Svarið byggir á gögnum fram embætti ríkisskattstjóra sem byggjast á skattframtölum einstaklinga. Gögnum er raðað eftir öllum fjölskyldunúmerum sem þýðir að hjón teljast saman sem einn. Hver hópur samanstendur því af einhleypingum og hjónum og telst einstaklingur sem sérstök fjölskylda frá 16 ára aldri í þessum upplýsingum. Tekjuhæsti 0,1 prósent hópurinn samanstendur af 140 til 200 fjölskyldum, eftir árum. Alþingi Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Tekjuhæstu fimm prósent þjóðarinnar þénuðu 257,6 milljarða króna árið 2013. Það samsvarar 21,5 prósent af heildartekjum Íslendinga. Sama hlutfall var 17,6 prósent árið 2012. Hlutfallið náði hámarki árið 2007 þegar tekjuhæstu fimm prósentin þénuðu 33,2 prósent af heildartekjum en það fór lækkandi í kjölfar hrunsins. Árið 2012 og 2013 tóku tekjuhæstu 5 prósentin stærri sneið af tekjukökunni.Taka stærri hluta en árið áður Sé hópurinn þrengdur enn meira má sjá að tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði sem nemur 2,3 prósentum af heildartekjum þjóðarinnar. Það er langt frá þeim toppi sem hópurinn náði árið 2007, þegar tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði 10,2 prósent allra tekna. Sama er uppi á teningnum hjá þessum hópi og fimm prósent tekjuhæstu þegar kemur að vexti á milli ára. Árin 2012 og 2013 tók hópurinn hærra hlutfall tekna til sín en fyrstu árin eftir hrun.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. Í svarinu koma fram nokkuð ítarleg gögn um tekjur, eignir og eigið fé landsmanna frá árinu 2012 til 2013. Í gögnunum kemur skýrt fram að tekjuhæstu og eignamestu hópar þjóðarinnar hafa á þessu tímabili þénað og eignast stærra hlutfall en hin 95 prósent þjóðarinnar. Með öðrum orðum er bilið á milli þeirra ríkustu og fátækustu og launahæstu og launalægstu að aukast.Eiga margfalt meira en hinir Þar má til dæmis sjá að heildareignir þeirra fimm prósent landsmanna sem eiga mest námu 1.255,3 milljarða króna, eða 31,5 prósent af heildareignum þjóðarinnar. Eignamesta eina prósentið var 531,5 milljarður, sem nemur 13,3 prósentum og heildareignir 0,1 prósent landsmanna sem mest áttu voru 181,6 milljarðar króna. Það samsvarar 4,6 prósent af heildareignum allra landsmanna. Þetta segir hinsvegar aðeins hálfa söguna því að í gögnunum er hlutafjáreign metin á nafnvirði. Eignir ríkustu Íslendinganna eru því verulega vanmetnar. Þá má gera ráð fyrir enn hærri eignum vegna fasteigna en þær eru metnar á fasteignamatsverði, sem oft á tíðum er mun lægra en markaðsvirði eigna.200 fjölskyldur í 0,1 prósentinu Svarið byggir á gögnum fram embætti ríkisskattstjóra sem byggjast á skattframtölum einstaklinga. Gögnum er raðað eftir öllum fjölskyldunúmerum sem þýðir að hjón teljast saman sem einn. Hver hópur samanstendur því af einhleypingum og hjónum og telst einstaklingur sem sérstök fjölskylda frá 16 ára aldri í þessum upplýsingum. Tekjuhæsti 0,1 prósent hópurinn samanstendur af 140 til 200 fjölskyldum, eftir árum.
Alþingi Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf