Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld Einar Karl Friðriksson skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Harvard-háskóli í Bandaríkjunum innheimtir há skólagjöld, fleiri milljónir á hvern nemanda á hverjum vetri. Háskóli Íslands innheimtir hins vegar ekki skólagjöld, ef frá eru talin minniháttar skráningargjöld. Háskóli Íslands fær rekstrarfé sitt frá ríkinu, um 825.000 kr á hvern nemanda að meðaltali. Við gætum vissulega kallað það fé skólagjöld og sagt að ríkið „innheimti“ fyrir háskólann skólagjöld sem nema 825 þúsund á hvern nemanda í gegnum skattkerfið. En það væri ruglingslegt og villandi. Harvard innheimtir skólagjöld en Háskóli Íslands gerir það ekki. HÍ á „hlutdeild“ í tekjum ríkisins. Ríkið innheimtir ekki skólagjöld fyrir háskólann, heldur innheimtir skatta sem renna í ríkissjóð og er háskólinn fjármagnaður úr ríkissjóði, eins og önnur almannaþjónusta. Með nákvæmlega sama hætti er villandi og rangt að segja að innheimt séu sóknargjöld. Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld, heldur greiðir ríkið sóknargjöld til trúfélaga, sem ríkið aflar með almennri skattheimtu. Trúfélögin eiga samkvæmt lögum um sóknargjöld „hlutdeild“ í tekjum ríkisins, svipað og Háskóli Íslands. Þannig fá skráð trúfélög greidd sóknargjöld frá ríkinu, ákveðna krónutölu á hvert sóknarbarn 16 ára og eldri, alveg óháð því hvort viðkomandi greiði einhvern tekjuskatt. Samt er þessu ítrekað haldið fram, að ríkið „innheimti“ sóknargjöld, nú síðast í ályktunum frá landsfundum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins (xD og xB). En þetta er ekki rétt, sama hversu oft klifað er á þessu.Athugasemd SÞ Í nýlegri úttekt mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi er gerð athugasemd við þetta, en þar segir í lauslegri þýðingu: „Nefndin hefur áhyggjur af því að ríkið leggi kirkjuskatt á þegna, óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag…Ríkisvaldið ætti að gera ráðstafanir til að tryggja að kirkjuskatturinn sé ekki álagður án tillits til trúfélagaaðildar.“ Glöggt er gests augað. Þess væri óskandi að fólk tæki mið af raunveruleikanum í umræðu um sóknargjöld og fjármál þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Í trúfrjálsu landi teljast trúfélög ekki hluti almannaþjónustu, ekki Hvítasunnusöfnuðurinn, ekki Krossinn og ekki heldur þjóðkirkjan. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eiga ekki að greiða fyrir rekstur þeirra gegn sínum vilja, ekki frekar en fyrir rekstur og starf annarra félagasamtaka, svo sem Amnesty, Rauða krossins eða Kiwanis, sama hversu göfugt starf þeirra kann að vera. Nýleg lög um skráningu lífsskoðunarfélaga bæta að vissu marki úr þessum ójöfnuði en nú geta félög um lífsskoðun sem ekki telst trú og uppfylla tiltekin skilyrði líka fengið sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. En nýju lögin bæta með engu móti stöðu þeirra sem hvorki kæra sig um að vera í skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Það má semja um að ríkið annist innheimtu á sóknargjöldum, ef mönnum sýnist það hagkvæmt og eðlilegt að ríkið annist slíka þjónustu. En þá á ríkið að gera það í raun og veru, en ekki bara greiða sóknargjöldin beint úr ríkissjóði og afla þeirra með almennri skattheimtu. Með þessum orðum er ekki lagður neinn gildisdómur á starfsemi og boðskap þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Ég er einungis að gagnrýna þá síendurteknu bábilju að ríkið innheimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Sú staðhæfing er röng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Harvard-háskóli í Bandaríkjunum innheimtir há skólagjöld, fleiri milljónir á hvern nemanda á hverjum vetri. Háskóli Íslands innheimtir hins vegar ekki skólagjöld, ef frá eru talin minniháttar skráningargjöld. Háskóli Íslands fær rekstrarfé sitt frá ríkinu, um 825.000 kr á hvern nemanda að meðaltali. Við gætum vissulega kallað það fé skólagjöld og sagt að ríkið „innheimti“ fyrir háskólann skólagjöld sem nema 825 þúsund á hvern nemanda í gegnum skattkerfið. En það væri ruglingslegt og villandi. Harvard innheimtir skólagjöld en Háskóli Íslands gerir það ekki. HÍ á „hlutdeild“ í tekjum ríkisins. Ríkið innheimtir ekki skólagjöld fyrir háskólann, heldur innheimtir skatta sem renna í ríkissjóð og er háskólinn fjármagnaður úr ríkissjóði, eins og önnur almannaþjónusta. Með nákvæmlega sama hætti er villandi og rangt að segja að innheimt séu sóknargjöld. Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld, heldur greiðir ríkið sóknargjöld til trúfélaga, sem ríkið aflar með almennri skattheimtu. Trúfélögin eiga samkvæmt lögum um sóknargjöld „hlutdeild“ í tekjum ríkisins, svipað og Háskóli Íslands. Þannig fá skráð trúfélög greidd sóknargjöld frá ríkinu, ákveðna krónutölu á hvert sóknarbarn 16 ára og eldri, alveg óháð því hvort viðkomandi greiði einhvern tekjuskatt. Samt er þessu ítrekað haldið fram, að ríkið „innheimti“ sóknargjöld, nú síðast í ályktunum frá landsfundum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins (xD og xB). En þetta er ekki rétt, sama hversu oft klifað er á þessu.Athugasemd SÞ Í nýlegri úttekt mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi er gerð athugasemd við þetta, en þar segir í lauslegri þýðingu: „Nefndin hefur áhyggjur af því að ríkið leggi kirkjuskatt á þegna, óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag…Ríkisvaldið ætti að gera ráðstafanir til að tryggja að kirkjuskatturinn sé ekki álagður án tillits til trúfélagaaðildar.“ Glöggt er gests augað. Þess væri óskandi að fólk tæki mið af raunveruleikanum í umræðu um sóknargjöld og fjármál þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Í trúfrjálsu landi teljast trúfélög ekki hluti almannaþjónustu, ekki Hvítasunnusöfnuðurinn, ekki Krossinn og ekki heldur þjóðkirkjan. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eiga ekki að greiða fyrir rekstur þeirra gegn sínum vilja, ekki frekar en fyrir rekstur og starf annarra félagasamtaka, svo sem Amnesty, Rauða krossins eða Kiwanis, sama hversu göfugt starf þeirra kann að vera. Nýleg lög um skráningu lífsskoðunarfélaga bæta að vissu marki úr þessum ójöfnuði en nú geta félög um lífsskoðun sem ekki telst trú og uppfylla tiltekin skilyrði líka fengið sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. En nýju lögin bæta með engu móti stöðu þeirra sem hvorki kæra sig um að vera í skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Það má semja um að ríkið annist innheimtu á sóknargjöldum, ef mönnum sýnist það hagkvæmt og eðlilegt að ríkið annist slíka þjónustu. En þá á ríkið að gera það í raun og veru, en ekki bara greiða sóknargjöldin beint úr ríkissjóði og afla þeirra með almennri skattheimtu. Með þessum orðum er ekki lagður neinn gildisdómur á starfsemi og boðskap þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Ég er einungis að gagnrýna þá síendurteknu bábilju að ríkið innheimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Sú staðhæfing er röng.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun