Ríkið greiðir þremur stúlkum 30 milljónir í bætur vegna bólusetningar Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2015 19:25 Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljón krónur hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainfluensu. Lögmaður stúlknanna segir bætur sem þessar mun hærri á hinum Norðurlöndunum en stúlkurnar eru allar öryrkjar vegna sjúkdómsins og þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjár stúlkur á aldrinum fjórtán til fimmtán ára fóru í bólusetningu við svínainflúensu eins og mikill fjöldi fólks gerði veturinn 2009 til 2010. Fljótleg upp úr því greindust þær með drómasýki sem lýsir sér m.a. í mikilli svefnþörf. Fjölskyldur þeirra leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. „Það var mikill faraldur; búist við miklum svínaflensufaraldri, og það var rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur. Og það voru 125 þúsund einingar minnir mig af bóluefninu sem komu til landsins,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem sótti mál stúlknanna þriggja. Talið er að stúlkurnar hafi haft undirliggjandi veikleika fyrir drómasýki sem bóluefnið síðan kallaði fram og eru tilvik sem þessi þekkt víða um heim til að mynda á Norðurlöndunum.Og þar brugðust yfirvöld öllu hraðar við en þau íslensku?„Já. Þar voru mjög fljótlega viðurkennd þessi tengsl og það voru greiddar sjúklingatryggingabætur þá fljótlega,“ segir Lára. Stúlkunum hér var hins vegar neitað um bætur þegar eftir þeim var sótt. Á Íslandi eru lög, kennd við Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismann, sem tryggja eiga fólki sem verður fyrir skakkaföllum á heilbrigðisstofnunum bætur. En það hefur tekið þrjú ár að fá greiðslurnar til stúlknanna sem nú hefur loks verðið greiddar um tíu milljónir hverri stúlku. Þær eru að auki 75 prósent öryrkjar vegna sjúkdómsins, sem er hámarks örorka. „Og það má nefna að það er eitt ár síðan að ljóst varð að þessar bætur yrðu greiddar. En þá fór í gang þetta mat á örorku þessara einstaklinga og þetta matsferli tók heilt ár,“ segir Lára. Stúlkurnar munu að öllum líkindum þurfa að taka mikið af lyfjum það sem eftir er ævinnar nema ný lyf og lækning finnist. Líf þeirra er mikið frábrugðið lífi venjulegs fólks t.d. varðandi svefn.Hver er munurinn á þeim og okkur hvað þetta varðar?„Ég get kannski ekki alveg lýst því en einhver var að nefna að viðkomandi gæti ekki verið án svefns lengur en í nokkrar klukkustundir. Þrjár til fjórar klukkustundir.“Í senn?„Já,“ segir Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljón krónur hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainfluensu. Lögmaður stúlknanna segir bætur sem þessar mun hærri á hinum Norðurlöndunum en stúlkurnar eru allar öryrkjar vegna sjúkdómsins og þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjár stúlkur á aldrinum fjórtán til fimmtán ára fóru í bólusetningu við svínainflúensu eins og mikill fjöldi fólks gerði veturinn 2009 til 2010. Fljótleg upp úr því greindust þær með drómasýki sem lýsir sér m.a. í mikilli svefnþörf. Fjölskyldur þeirra leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. „Það var mikill faraldur; búist við miklum svínaflensufaraldri, og það var rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur. Og það voru 125 þúsund einingar minnir mig af bóluefninu sem komu til landsins,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem sótti mál stúlknanna þriggja. Talið er að stúlkurnar hafi haft undirliggjandi veikleika fyrir drómasýki sem bóluefnið síðan kallaði fram og eru tilvik sem þessi þekkt víða um heim til að mynda á Norðurlöndunum.Og þar brugðust yfirvöld öllu hraðar við en þau íslensku?„Já. Þar voru mjög fljótlega viðurkennd þessi tengsl og það voru greiddar sjúklingatryggingabætur þá fljótlega,“ segir Lára. Stúlkunum hér var hins vegar neitað um bætur þegar eftir þeim var sótt. Á Íslandi eru lög, kennd við Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismann, sem tryggja eiga fólki sem verður fyrir skakkaföllum á heilbrigðisstofnunum bætur. En það hefur tekið þrjú ár að fá greiðslurnar til stúlknanna sem nú hefur loks verðið greiddar um tíu milljónir hverri stúlku. Þær eru að auki 75 prósent öryrkjar vegna sjúkdómsins, sem er hámarks örorka. „Og það má nefna að það er eitt ár síðan að ljóst varð að þessar bætur yrðu greiddar. En þá fór í gang þetta mat á örorku þessara einstaklinga og þetta matsferli tók heilt ár,“ segir Lára. Stúlkurnar munu að öllum líkindum þurfa að taka mikið af lyfjum það sem eftir er ævinnar nema ný lyf og lækning finnist. Líf þeirra er mikið frábrugðið lífi venjulegs fólks t.d. varðandi svefn.Hver er munurinn á þeim og okkur hvað þetta varðar?„Ég get kannski ekki alveg lýst því en einhver var að nefna að viðkomandi gæti ekki verið án svefns lengur en í nokkrar klukkustundir. Þrjár til fjórar klukkustundir.“Í senn?„Já,“ segir Lára V. Júlíusdóttir
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira