Ríkið, kirkjan, mannréttindi og jarðir Valgarður Guðjónsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Hjalti Hugason prófessor skrifar í Fréttablaðið 30. apríl og hvetur til umræðu um tengsl ríkis og kirkju, í framhaldi af ummælum Árna Páls, leiðara Ólafs í Fréttablaðinu fyrir páska og grein minni frá 23. apríl í sama blaði. Gott mál. Hjalti talar um „sýndarrök“ og „staðhæfulitlar fullyrðingar“ og nefnir tvö atriði í grein minni án þess kannski að saka mig beinum orðum um þetta. Það er rétt að ég hefði mátt að fjalla ítarlegar um fullyrðingar mínar, en greinin var orðin nokkuð löng og ég hef áður skýrt þetta ítarlega. Hjalti ræðir fullyrðingu mína um að núverandi fyrirkomulag ríkisrekinnar kirkju á Íslandi standist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins. Hjalti segir nýlega dóma styðja núverandi fyrirkomulag. Hjalti nefnir þó, merkilegt nokk, reyndar sjálfur engin dæmi til að styðja sína fullyrðingu. Skýrasti dómurinn er væntanlega í máli Darby gegn sænska ríkinu. Þar hafnaði Mannréttindadómstóllinn vissulega kröfu Darby. En forsendur fyrir þeirri höfnun voru að Darby átti kost á því að lækka gjöld sín til sænska ríkisins með því að segja sig úr viðkomandi kirkju. Þetta er ekki hægt á Íslandi og því nokkuð augljóst að fyrirkomulagið hér stenst ekki Mannréttindasáttmálann. Það er kannski rétt að fá hreinan úrskurð frá Mannréttindadómstólnum varðandi fyrirkomulagið hér á Íslandi. En ég var nú að vonast til að þetta væri nægilega augljóst til að við getum komist að niðurstöðu án þess.Í eigu allra landsmanna Hin fullyrðing mín sem Hjalti dregur í efa er að enginn viti hvaða jarðir tilheyra samningi ríkis og kirkju frá 1997. Hjalti segir skjalfest að þetta sé til, en aftur vantar upplýsingar frá Hjalta um hvar þetta er skjalfest! Svavar Kjarval sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn fyrir rúmu ári um hvaða jarðir þetta væru. Svarið frá ráðuneytinu var ekki flókið (http://www.kjarrval.is/safn/548): „Við leit í skjalasafni ráðuneytisins fannst ekki yfirlit frá þessum tíma yfir þessar kirkjujarðir sem urðu eftir hjá ríkinu. Enginn listi fannst í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997. Ekki er því hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir, hvorki verðmæti þeirra né hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá Þjóðkirkjunni til Ríkissjóðs Íslands.“ En ef Hjalti getur bent á lista yfir þessar jarðir þá má fara að velta fyrir sér hversu mikils virði þær eru, hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þeim og jafnvel hvernig kirkjan eignaðist þær. Það gleymist nefnilega gjarnan að kirkjan náði þessum eignum þegar ekki var trúfrelsi og því eignirnar upphaflega í eigu allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hjalti Hugason prófessor skrifar í Fréttablaðið 30. apríl og hvetur til umræðu um tengsl ríkis og kirkju, í framhaldi af ummælum Árna Páls, leiðara Ólafs í Fréttablaðinu fyrir páska og grein minni frá 23. apríl í sama blaði. Gott mál. Hjalti talar um „sýndarrök“ og „staðhæfulitlar fullyrðingar“ og nefnir tvö atriði í grein minni án þess kannski að saka mig beinum orðum um þetta. Það er rétt að ég hefði mátt að fjalla ítarlegar um fullyrðingar mínar, en greinin var orðin nokkuð löng og ég hef áður skýrt þetta ítarlega. Hjalti ræðir fullyrðingu mína um að núverandi fyrirkomulag ríkisrekinnar kirkju á Íslandi standist ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins. Hjalti segir nýlega dóma styðja núverandi fyrirkomulag. Hjalti nefnir þó, merkilegt nokk, reyndar sjálfur engin dæmi til að styðja sína fullyrðingu. Skýrasti dómurinn er væntanlega í máli Darby gegn sænska ríkinu. Þar hafnaði Mannréttindadómstóllinn vissulega kröfu Darby. En forsendur fyrir þeirri höfnun voru að Darby átti kost á því að lækka gjöld sín til sænska ríkisins með því að segja sig úr viðkomandi kirkju. Þetta er ekki hægt á Íslandi og því nokkuð augljóst að fyrirkomulagið hér stenst ekki Mannréttindasáttmálann. Það er kannski rétt að fá hreinan úrskurð frá Mannréttindadómstólnum varðandi fyrirkomulagið hér á Íslandi. En ég var nú að vonast til að þetta væri nægilega augljóst til að við getum komist að niðurstöðu án þess.Í eigu allra landsmanna Hin fullyrðing mín sem Hjalti dregur í efa er að enginn viti hvaða jarðir tilheyra samningi ríkis og kirkju frá 1997. Hjalti segir skjalfest að þetta sé til, en aftur vantar upplýsingar frá Hjalta um hvar þetta er skjalfest! Svavar Kjarval sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn fyrir rúmu ári um hvaða jarðir þetta væru. Svarið frá ráðuneytinu var ekki flókið (http://www.kjarrval.is/safn/548): „Við leit í skjalasafni ráðuneytisins fannst ekki yfirlit frá þessum tíma yfir þessar kirkjujarðir sem urðu eftir hjá ríkinu. Enginn listi fannst í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins yfir þær jarðir og kirkjueignir sem íslenska ríkið fékk við samning sinn við Þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997. Ekki er því hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir, hvorki verðmæti þeirra né hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá Þjóðkirkjunni til Ríkissjóðs Íslands.“ En ef Hjalti getur bent á lista yfir þessar jarðir þá má fara að velta fyrir sér hversu mikils virði þær eru, hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þeim og jafnvel hvernig kirkjan eignaðist þær. Það gleymist nefnilega gjarnan að kirkjan náði þessum eignum þegar ekki var trúfrelsi og því eignirnar upphaflega í eigu allra landsmanna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun