Ríkharður Jónsson látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 13:30 Ríkharður Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Vísir/Pjetur Ríkharður Jónsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, lést í gærkvöldi en hann var 87 ára ára gamall. Skagafréttir greina frá þessu. Ríkharður Jónsson átti magnaðan knattspyrnuferil og átti meðal annars markamet landsliðsins í næstum því fjóra áratugi. Hann er ennþá daginn í dag þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ríkharður skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum og átti metið frá 2. júlí 1948 þar til að Eiður Smári Guðjohnsen sló það 13. október 2007. Landsliðsmörk Ríkharðs Jónssonar. Ríkharður er enn sá sem hefur skorað flest mörk í einum landsleik en hann skoraði fjögur mörk í eftirminnilegum sigri á Svíum á Melavellinum 29. júní 1951. Ríkharður varð sex sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður, fyrst 1947 með Fram og svo fimm sinnum með Skagamönnum þar sem hann var spilandi þjálfari liðsins í öll skiptin. Ríkharður þjálfaði einnig meistaralið Skagamanna sumrin 1960 og 1970. Ríkharður lék með Fram meðfram námi í Reykjavík en þegar hann snéri aftur upp á Akranes þá bjó hófst mikil sigurganga Skagamanna sem urðu fimm sinnum Íslandsmeistarar frá 1951 til 1958. ÍA varð þá fyrsta liðið utan Reykjavíkur til að verða Íslandsmeistari í fótbolta. Ríkharður Jónsson lék alls 184 leiki með ÍA og skoraði í þeim 136 mörk þar af skoraði hann 68 mörk í 95 leikjum í efstu deild. Meira um feril Ríkharðs hjá ÍA hér. Ríkharður æfði með Arsenal 1959 og var boðinn samningur hjá enska stórliðinu en alvarleg bakmeiðsli komu í veg fyrir frama hans í enska boltanum. Hann snéri því aftur heim en spilaði ekki fótbolta aftur fyrr en sumarið 1962. Ríkharður Jónsson er einn af fimmtán meðlimum íslensku heiðurshallarinnar en hann var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ þann 30. desember 2015. Ríkharður er einn þriggja knattspyrnumanna í Heiðurshöllinni en hinir eru Albert Guðmundsson og Ásgeir Sigurvinsson. Ríkharður var formaður ÍA um árabil og er nú heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Knattspyrnufélags ÍA og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hann hefur verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum ÍSÍ og KSÍ auk þess sem honum hefur verið veitt fálkaorða íslenska lýðveldisins. Íslenski boltinn Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Ríkharður Jónsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, lést í gærkvöldi en hann var 87 ára ára gamall. Skagafréttir greina frá þessu. Ríkharður Jónsson átti magnaðan knattspyrnuferil og átti meðal annars markamet landsliðsins í næstum því fjóra áratugi. Hann er ennþá daginn í dag þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ríkharður skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum og átti metið frá 2. júlí 1948 þar til að Eiður Smári Guðjohnsen sló það 13. október 2007. Landsliðsmörk Ríkharðs Jónssonar. Ríkharður er enn sá sem hefur skorað flest mörk í einum landsleik en hann skoraði fjögur mörk í eftirminnilegum sigri á Svíum á Melavellinum 29. júní 1951. Ríkharður varð sex sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður, fyrst 1947 með Fram og svo fimm sinnum með Skagamönnum þar sem hann var spilandi þjálfari liðsins í öll skiptin. Ríkharður þjálfaði einnig meistaralið Skagamanna sumrin 1960 og 1970. Ríkharður lék með Fram meðfram námi í Reykjavík en þegar hann snéri aftur upp á Akranes þá bjó hófst mikil sigurganga Skagamanna sem urðu fimm sinnum Íslandsmeistarar frá 1951 til 1958. ÍA varð þá fyrsta liðið utan Reykjavíkur til að verða Íslandsmeistari í fótbolta. Ríkharður Jónsson lék alls 184 leiki með ÍA og skoraði í þeim 136 mörk þar af skoraði hann 68 mörk í 95 leikjum í efstu deild. Meira um feril Ríkharðs hjá ÍA hér. Ríkharður æfði með Arsenal 1959 og var boðinn samningur hjá enska stórliðinu en alvarleg bakmeiðsli komu í veg fyrir frama hans í enska boltanum. Hann snéri því aftur heim en spilaði ekki fótbolta aftur fyrr en sumarið 1962. Ríkharður Jónsson er einn af fimmtán meðlimum íslensku heiðurshallarinnar en hann var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ þann 30. desember 2015. Ríkharður er einn þriggja knattspyrnumanna í Heiðurshöllinni en hinir eru Albert Guðmundsson og Ásgeir Sigurvinsson. Ríkharður var formaður ÍA um árabil og er nú heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Knattspyrnufélags ÍA og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hann hefur verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum ÍSÍ og KSÍ auk þess sem honum hefur verið veitt fálkaorða íslenska lýðveldisins.
Íslenski boltinn Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó