Viðskipti innlent

Ríkasti maður Kína heimsótti Ísland

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér sést Jack Ma ásamt eigendum kínverska veitingahússins Fönix.
Hér sést Jack Ma ásamt eigendum kínverska veitingahússins Fönix.

Jack Ma, eigandi Alibaba og ríkasti maður Kína, dvaldi hér á landi í gær. Samkvæmt lista Bloomberg yfir ríkustu menn í heimi er Ma að auki átjándi ríkasti maður veraldar. Alibaba sér meðal annars um og rekur Aliexpress.

Ma kom með einkaþotu sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í fyrradag ásamt tíu manna fylgdarliði. Í fylgdarliði hans var meðal annars fjölskylda hans. Á meðan þau voru hér á landi skoðuðu þau Gullfoss og Geysi og snæddu á veitingastaðnum Fönix við Bíldshöfða í gær.

„Hann lét mjög lítið fyrir sér fara og var í raun bara að millilenda hér á landi á leið til Bandaríkjanna,“ segir starfsmaður Fönix í samtali við Vísi. „Oft er tekið á móti honum af sendiráði eða ríkisstjórn en það var ekkert slíkt að þessu sinni.“

„Þau höfðu heyrt af Fönix og vissu að hér gátu þau fengið alvöru kínverskan mat. Hann var mjög almennilegur og flottur og sáttur með matinn.“

Að máltíð lokinni yfirgaf Ma landið og hélt för sinni áfram. 


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×