Erlent

Reyna að komast að stjórnarbyggingum með vírklippum og kranabílum

Ingvar Haraldsson skrifar
Mótmælendur í Islamabad vilja að forsetinn segi af sér.
Mótmælendur í Islamabad vilja að forsetinn segi af sér. nordicphotos/afp
Tugþúsundir mótmælenda vopnaðir vírklippum með stuðningi kranabíla réðust að vegatálmum og girðingum sem halda almenningi frá „rauða svæðinu“ í miðborg Islamabad, höfuðborgar Pakistan, þar sem flestar stjórnarbyggingar landsins er að finna í gær.

Mótmælendurnir sem voru grímuklæddir og héldu á heimatilbúnum skjöldum brutust í gegnum girðingar og brutu upp lása til að komast nær stjórnarsvæðinu. Talin var hætta á að átök myndu brjótast út milli hundruð lögreglumanna sem eiga að sinna öryggisgæslu á svæðinu og mótmælandana sem styðja stjórnarandstöðu leiðtogann Imran Kahn og klerkinn Tahir-ul-Qadri.

Pakistan
Báðir mennirnir hafa farið fram á að forsætisráðherra Pakistan, Nawaz Sharif, segi af sér vegna ásakana um kosningasvik á síðasta ári. Sharif segist hinsvegar ætla að sitja sem fastast og kallaði á aðstoð hersins. Sharif segir enga hættu vera á ferðum enda sé „rauða svæðið“ vel varið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×