Innlent

Reykjavík suður eina kjördæmið sem segir Já

Boði Logason skrifar
Mynd úr safni
Mynd úr safni Mynd/Valgarður
Reykjavík suður er eina kjördæmið á landinu sem meirihluti er fyrir því að samþykkja Icesave samninginn. Þegar talin hafa verið 10569 atkvæði segja 53,9% já við samningnum og 46,1% segja nei. Á kjörskrá í kjördæminu eru 44.463.

Í Reykjavík Norður hafa verið talin 4215 atkvæði en þar vilja 51,3% hafna samningum og 48,7% vilja samþykkja hann.

Nýjustu tölur yfir allt landið er að 56,8% vilja hafna samningnum og 43,2% vilja samþykkja hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×