Rétturinn til að vera leiðinlegur er rétturinn til lífs Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jón Örn Loðmfjörð skrifar 9. október 2014 07:00 Eitt sinn söng hljómsveitin Stjörnukisi „Viltu deyja?“. En þetta er ekkert hlaðborð, þér stendur ekkert til boða. Athugaðu að á meðan fjölmiðlar teyma þig í gegnum uppstrílaðar fyrirsagnir og myndasirkus er raunveruleikinn að gerast. Hann er óáhugaverður. Hann er soðnar kartöflur, rúgbrauð með úldinni síld. Ekki kræsilegt hlaðborð. Um daginn reyndum við, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lommi, að búa til umræðuvettvang þar sem ekkert átti að vera leyfilegt nema hið óáhugaverða í knattspyrnu, staðreyndir og hughrif sem venjulega fá ekki aðgang að fjölmiðlum. Innan tveggja daga var Fréttablaðið búið að stilla þessu upp sem einhverju „skrímsli“ og gríni. Geta fjölmiðlar ekki sætt sig við einlæg leiðindi? Mannsheilinn hefur tvær leiðir til að bregðast við síendurtekinni einhæfri vinnu. Sú fyrri, er stuðningsmenn Fréttablaðsins og annarra slíkra meginstraumsmiðla boða, er að forheimskast, horfa brosandi á færibandið og leiklesa yfir pakkningarnar gamlar sápuóperur. Sú seinni, sem við aðhyllumst og boðum, er að stækka vöðvana í skeifunni, sjá að tetra pak kassi #75 er næstum einsog tetra pak kassi #85. Njóta leiðindanna og skilja betur en nokkur hvernig allt fúnkerar. Hvorum aðilanum vorkennum við frekar? Rétturinn til að láta sér leiðast og eiga nógu mörg tækifæri til að vera leiðinlegur er rétturinn til lífs, að vera lifandi og að skilja lífið. Hættum að óttast það að vera leiðinleg. Hættum að óttast það að láta okkur leiðast.Keyrðum okkur út Karnivalið er búið. Við keyrðum okkur út, í vinnustaðaleikjum, skemmtistaðasleikjum, í skrílslátum við flllippskúnkana í svörtu maríu og núna loks í einhverju gríni á Feisbúkk. Það er enginn brandari að hefjast hér og það sem sagt verður næst og næst og næst er ekki pönslæn. Þetta er leiðinlegt. Óáhugavert. Njótið þess án þess að hörfa.Um þig kveður aldan og andvarans sog,þér óma leiðindi, hjarta á grafið,til þín horfa loftsalsins þjótandi log,til þín streymir sál mín, sem leiðinn í hafið.Almáttku leiðindi hrein og há,ég hneigi mig ann ykkur brennandi þrá.Stjörnudjásnið sem draugrifinn smokkurdraum við áttum um leiðann,en vinsældir þá vógu okkur. Svona orti Einar Benediktsson aldrei, enda var hann leiðinlegt skáld. Hann hefði aldrei ort um rifinn smokk, hvað þá draugrifinn, enda varð það orð aðeins til vegna stuðlasetningar. En einmitt leiðindi Einars sem skálds, tilgerðarleikinn, orðagjálfrið, gerði það að verkum að hann var á endanum huslaður í þjóðargrafreitnum. Innst inni tignum við nefnilega leiðindin, sérstaklega uppskafningsleg leiðindi. Og hvað er uppskafningslegra og leiðinlegra en óáhugaverðar upplýsingar um fótbolta? Jú, algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar. Eitt orð getur dimmu í dagsljós breytt, ef drulluleiðinlegt er það, orti Einar einmitt ekki heldur, en hefði betur gert.Hyllum hið óáhugaverða Verkið Hellirinn eftir Mervy Peake hefst einhvern tíma um ísöld, þegar ung, falleg stúlka gengur inn í ókunnugan helli og fjölskyldan sem býr þar veit ekki hvort henni beri að hylla hana sem gyðju eða myrða. Að sjálfsögðu fara þau hinn gullna meðalveg og gera misheppnaða tilraun til að drepa hana. Í þriðja og síðasta þætti leikritsins er hafin kjarnorkustyrjöld og aðalhetjan rís upp úr líkhrúgu og æpir á áhorfendur: „Ó! Heimurinn er óendanlega skrítinn en ég get ekki dáið. Get ekki dáið. Dauðinn fær ekki að eiga mig.“ Og sjáið. Hellirinn. Þægindaramminn. Það er brennisteinsmengun í loftinu, og einhverstaðar eru þeir farnir að stafla líkunum – ekki þessum efniskenndu, heldur hugmyndafræðinni. Voninni. Þeir einu sem nenna að rísa upp úr líkhrúgunum eru þeir sem hafa enga aðra trú en að dauðinn sé glataður. Heilu turnarnir reistir til þess eins að segja manninum með ljáinn að fökka sér, vegir sem gera okkur kleift að finna guð í fjörunni, IKEA í Garðabæ og eymdina á Selfossi – en engan dauða. Við örkum niður Laugaveginn og lítum brosandi á gangstéttina. Ekki líta upp, þá sjáið þið heimsendasýnina sem hrynur brátt af þakbrúninni. Ókunnugar ufsagrýlur sem skaga fram úr gráum veggbrúnum bygginganna. Hinar óáhugaverðu staðreyndir sem flestir kjósa að hunsa. Það eina sem við viljum er tækifæri til að gefa lífinu, jafnt sem dauðanum, puttann og hylla hið óáhugaverða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Eitt sinn söng hljómsveitin Stjörnukisi „Viltu deyja?“. En þetta er ekkert hlaðborð, þér stendur ekkert til boða. Athugaðu að á meðan fjölmiðlar teyma þig í gegnum uppstrílaðar fyrirsagnir og myndasirkus er raunveruleikinn að gerast. Hann er óáhugaverður. Hann er soðnar kartöflur, rúgbrauð með úldinni síld. Ekki kræsilegt hlaðborð. Um daginn reyndum við, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lommi, að búa til umræðuvettvang þar sem ekkert átti að vera leyfilegt nema hið óáhugaverða í knattspyrnu, staðreyndir og hughrif sem venjulega fá ekki aðgang að fjölmiðlum. Innan tveggja daga var Fréttablaðið búið að stilla þessu upp sem einhverju „skrímsli“ og gríni. Geta fjölmiðlar ekki sætt sig við einlæg leiðindi? Mannsheilinn hefur tvær leiðir til að bregðast við síendurtekinni einhæfri vinnu. Sú fyrri, er stuðningsmenn Fréttablaðsins og annarra slíkra meginstraumsmiðla boða, er að forheimskast, horfa brosandi á færibandið og leiklesa yfir pakkningarnar gamlar sápuóperur. Sú seinni, sem við aðhyllumst og boðum, er að stækka vöðvana í skeifunni, sjá að tetra pak kassi #75 er næstum einsog tetra pak kassi #85. Njóta leiðindanna og skilja betur en nokkur hvernig allt fúnkerar. Hvorum aðilanum vorkennum við frekar? Rétturinn til að láta sér leiðast og eiga nógu mörg tækifæri til að vera leiðinlegur er rétturinn til lífs, að vera lifandi og að skilja lífið. Hættum að óttast það að vera leiðinleg. Hættum að óttast það að láta okkur leiðast.Keyrðum okkur út Karnivalið er búið. Við keyrðum okkur út, í vinnustaðaleikjum, skemmtistaðasleikjum, í skrílslátum við flllippskúnkana í svörtu maríu og núna loks í einhverju gríni á Feisbúkk. Það er enginn brandari að hefjast hér og það sem sagt verður næst og næst og næst er ekki pönslæn. Þetta er leiðinlegt. Óáhugavert. Njótið þess án þess að hörfa.Um þig kveður aldan og andvarans sog,þér óma leiðindi, hjarta á grafið,til þín horfa loftsalsins þjótandi log,til þín streymir sál mín, sem leiðinn í hafið.Almáttku leiðindi hrein og há,ég hneigi mig ann ykkur brennandi þrá.Stjörnudjásnið sem draugrifinn smokkurdraum við áttum um leiðann,en vinsældir þá vógu okkur. Svona orti Einar Benediktsson aldrei, enda var hann leiðinlegt skáld. Hann hefði aldrei ort um rifinn smokk, hvað þá draugrifinn, enda varð það orð aðeins til vegna stuðlasetningar. En einmitt leiðindi Einars sem skálds, tilgerðarleikinn, orðagjálfrið, gerði það að verkum að hann var á endanum huslaður í þjóðargrafreitnum. Innst inni tignum við nefnilega leiðindin, sérstaklega uppskafningsleg leiðindi. Og hvað er uppskafningslegra og leiðinlegra en óáhugaverðar upplýsingar um fótbolta? Jú, algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar. Eitt orð getur dimmu í dagsljós breytt, ef drulluleiðinlegt er það, orti Einar einmitt ekki heldur, en hefði betur gert.Hyllum hið óáhugaverða Verkið Hellirinn eftir Mervy Peake hefst einhvern tíma um ísöld, þegar ung, falleg stúlka gengur inn í ókunnugan helli og fjölskyldan sem býr þar veit ekki hvort henni beri að hylla hana sem gyðju eða myrða. Að sjálfsögðu fara þau hinn gullna meðalveg og gera misheppnaða tilraun til að drepa hana. Í þriðja og síðasta þætti leikritsins er hafin kjarnorkustyrjöld og aðalhetjan rís upp úr líkhrúgu og æpir á áhorfendur: „Ó! Heimurinn er óendanlega skrítinn en ég get ekki dáið. Get ekki dáið. Dauðinn fær ekki að eiga mig.“ Og sjáið. Hellirinn. Þægindaramminn. Það er brennisteinsmengun í loftinu, og einhverstaðar eru þeir farnir að stafla líkunum – ekki þessum efniskenndu, heldur hugmyndafræðinni. Voninni. Þeir einu sem nenna að rísa upp úr líkhrúgunum eru þeir sem hafa enga aðra trú en að dauðinn sé glataður. Heilu turnarnir reistir til þess eins að segja manninum með ljáinn að fökka sér, vegir sem gera okkur kleift að finna guð í fjörunni, IKEA í Garðabæ og eymdina á Selfossi – en engan dauða. Við örkum niður Laugaveginn og lítum brosandi á gangstéttina. Ekki líta upp, þá sjáið þið heimsendasýnina sem hrynur brátt af þakbrúninni. Ókunnugar ufsagrýlur sem skaga fram úr gráum veggbrúnum bygginganna. Hinar óáhugaverðu staðreyndir sem flestir kjósa að hunsa. Það eina sem við viljum er tækifæri til að gefa lífinu, jafnt sem dauðanum, puttann og hylla hið óáhugaverða.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun