Viðskipti innlent

Rétti tíminn til endurfjármögnunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Fjárfestingafyrirtækið Standish Mellon Asset Management, segir að nú sé rétti tíminn til endurfjármögnunar neyðarlána AGS, Norðurlandanna og Póllands til Íslands. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

Skuld Íslands vegna lánanna er 1,8 milljarður dala í heildina, eða rúmir 200 milljarðar króna. Sem samsvari um 11 prósentum af vergri landsframleiðslu. Upprunalega var lánið 6,4 milljarðar dala, eða rúmir 700 milljarðar króna.

Lánin frá AGS falla á gjalddaga á næsta ári og þar næsta, en lánin frá Norðurlöndunum á tímabilinu 2019 til 2021.

Í frétt Bloomberg segir að Ísland sé að koma upp úr kreppunni og hagvöxtur hér á landi sé hærri en í Evrópu. Þá séu stjórnvöld að vinna að því að draga úr gjaldeyrishöftunum

Greinandi hjá SMAM segir að jákvæð skilyrði á alþjóðlegum lánamörkuðum gætu gert Íslendingum kleyft að draga úr fjármagnskostnaði til lengri tíma. Hann sagði einnig að fjárfestar virtust ekki hafa áhyggjur af getu Íslands til að afnema gjaldeyrishöftin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×