Erlent

Réttað yfir bandarískum blaðamanni í Íran

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Rezaian á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um njósnir.
Rezaian á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um njósnir. Vísir/EPA
Réttarhöld yfir bandarískum blaðamanni Washington Post í Íran munu hefjast í dag, um tíu mánuðum eftir að hann var tekinn höndum. Blaðamaðurinn, Jason Rezaian, sætir ákæru fyrir að koma upplýsingum til óvinveittra ríkisstjórna. Hann á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.

Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og hefur fjölskylda Rezaian ekki aðgang að þeim. Eigendur og stjórnendur Washington Post hafa gagnrýnt írönsk stjórnvöld harðlega vegna handtökunnar en Rezaian var handtekinn án skýringa og látinn sitja í einangrun um nokkurra mánaða skeið, án þess að hafa aðgengi að læknisþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×