Reiðin vegna RÚV brýst fram Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2013 15:27 Melkorka og félagar. Þessir munu messa yfir grömum fundargestum. Vel á annað þúsund manns hafa boðað komu sína á baráttufund sem haldinn verður til stuðnings Ríkisútvarpinu í Háskólabíói og hefst nú klukkan 18. Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari er ein þeirra sem boðar til fundarins og hún var að hnoða saman ræðu þegar Vísir heyrði í henni. Hún segir það ekki koma sér á óvart því óánægjan vegna ástandsins á Ríkisútvarpinu sé mjög almenn. En, eins og fram hefur komið í fréttum var þar nýverið sagt upp sextíu manns og var það ekki síst dagskrárgerðarfólk á Rás 1 sem fór undir niðurskurðarhnífinn. „Ómögulegt er að segja hversu margir mæta. Ég vona að við getum fyllt Háskólabíó. Það eru ekkert allir á Facebook (þar sem boðað var til fundarins) en við finnum mjög fyrir því hversu mörgum finnst þetta mikilvægt og alvarlegt. Og eru fegnir að hluthafafundur sé haldinn. Það gleymist nefnilega stundum að við almenningur á Ríkisútvarpið,“ segir Melkorka.Almenn reiði Og víst er að margir eru reiðir vegna uppsagnanna. Fólki er misboðið, segir Melkorka en þegar hún er spurð hvort sú reiði beinist fremur gegn Páli Magnússyni útvarpsstjóra, eða fjárveitingarvaldinu, í líki Illuga Gunnarssonar, segir hún það flókið. Og henni leiðist það hversu mjög umræðan vill stundum reynast svart/hvít. „Þetta getur til dæmis ekki snúist um að menningin sé að taka frá heilbrigðisgeiranum. Málin eru ekki svona svarthvít. Útvarpið sinnir til að mynda heilbrigðismálum mikið. Ég veit ekki hvort fólk hefur tekið eftir yfirlýsing frá Blindrafélaginu? Þar var talað um að gleymst hafi í umræðunni allt fólkið þar. Leiðinlegt þegar umræðan dettur í þetta svart/hvíta. Þetta snýst vissulega um forgangsröðun. Og þegar við stöndum frammi fyrir niðurskurði að það sé þá forgangsraðað skynsamlega og þannig að hægt sé að halda úti grunnþjónustu, halda í það góða sem byggt hefur verið upp. Í þessu tilfelli það sem ríkisútvarpinu ber skylda til gagnvart lögum og gagnvart þjóðinni að sinna. Ríkisútvarpið hefur sinnt þessu hlutverki mjög vel. Og þó einhver stjórn sé að reyna að hafa puttana í þessu þá má ekki rústa því hlutverki. Það er stóralvarlegt mál.“ Reiðin kraumar ekki síst meðal tónlistarmanna úr klassíska geiranum en Melkorka segir ekki rétt að stilla málum upp þannig, þó að það séu einkum þeir sem nú boða til þessa fundar. „Reiðin gagnvart ástandinu er almenn og kemur allstaðar að úr samfélaginu.“Ráðist að innsta kjarna menningar Í fundarboði segir að með fjöldauppsögnum á Ríkisútvarpinu þann 27. nóvember hafi stjórnendur Ríkisútvarpsins fjarlægst enn frekar lögbundið hlutverk stofnunarinnar sem menningar- og upplýsingamiðils í eigu þjóðarinnar. „Ráðist hefur verið á innsta kjarna íslenskrar menningar og áratuga starf í þágu heillar þjóðar gert að engu.“ Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður. Hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band taka á móti gestum og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrir fundinum.í meðfylgjandi myndbandi tala þauSalvör Nordal heimspekingur, Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður, Jón Kalmann rithöfundur, Elín Hansdóttir myndlistarmaður, Daníel Bjarnason tónskáld og Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður til stuðnings Ríkisútvarpinu. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Sjá meira
Vel á annað þúsund manns hafa boðað komu sína á baráttufund sem haldinn verður til stuðnings Ríkisútvarpinu í Háskólabíói og hefst nú klukkan 18. Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari er ein þeirra sem boðar til fundarins og hún var að hnoða saman ræðu þegar Vísir heyrði í henni. Hún segir það ekki koma sér á óvart því óánægjan vegna ástandsins á Ríkisútvarpinu sé mjög almenn. En, eins og fram hefur komið í fréttum var þar nýverið sagt upp sextíu manns og var það ekki síst dagskrárgerðarfólk á Rás 1 sem fór undir niðurskurðarhnífinn. „Ómögulegt er að segja hversu margir mæta. Ég vona að við getum fyllt Háskólabíó. Það eru ekkert allir á Facebook (þar sem boðað var til fundarins) en við finnum mjög fyrir því hversu mörgum finnst þetta mikilvægt og alvarlegt. Og eru fegnir að hluthafafundur sé haldinn. Það gleymist nefnilega stundum að við almenningur á Ríkisútvarpið,“ segir Melkorka.Almenn reiði Og víst er að margir eru reiðir vegna uppsagnanna. Fólki er misboðið, segir Melkorka en þegar hún er spurð hvort sú reiði beinist fremur gegn Páli Magnússyni útvarpsstjóra, eða fjárveitingarvaldinu, í líki Illuga Gunnarssonar, segir hún það flókið. Og henni leiðist það hversu mjög umræðan vill stundum reynast svart/hvít. „Þetta getur til dæmis ekki snúist um að menningin sé að taka frá heilbrigðisgeiranum. Málin eru ekki svona svarthvít. Útvarpið sinnir til að mynda heilbrigðismálum mikið. Ég veit ekki hvort fólk hefur tekið eftir yfirlýsing frá Blindrafélaginu? Þar var talað um að gleymst hafi í umræðunni allt fólkið þar. Leiðinlegt þegar umræðan dettur í þetta svart/hvíta. Þetta snýst vissulega um forgangsröðun. Og þegar við stöndum frammi fyrir niðurskurði að það sé þá forgangsraðað skynsamlega og þannig að hægt sé að halda úti grunnþjónustu, halda í það góða sem byggt hefur verið upp. Í þessu tilfelli það sem ríkisútvarpinu ber skylda til gagnvart lögum og gagnvart þjóðinni að sinna. Ríkisútvarpið hefur sinnt þessu hlutverki mjög vel. Og þó einhver stjórn sé að reyna að hafa puttana í þessu þá má ekki rústa því hlutverki. Það er stóralvarlegt mál.“ Reiðin kraumar ekki síst meðal tónlistarmanna úr klassíska geiranum en Melkorka segir ekki rétt að stilla málum upp þannig, þó að það séu einkum þeir sem nú boða til þessa fundar. „Reiðin gagnvart ástandinu er almenn og kemur allstaðar að úr samfélaginu.“Ráðist að innsta kjarna menningar Í fundarboði segir að með fjöldauppsögnum á Ríkisútvarpinu þann 27. nóvember hafi stjórnendur Ríkisútvarpsins fjarlægst enn frekar lögbundið hlutverk stofnunarinnar sem menningar- og upplýsingamiðils í eigu þjóðarinnar. „Ráðist hefur verið á innsta kjarna íslenskrar menningar og áratuga starf í þágu heillar þjóðar gert að engu.“ Ávörp flytja Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður. Hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band taka á móti gestum og Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrir fundinum.í meðfylgjandi myndbandi tala þauSalvör Nordal heimspekingur, Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður, Jón Kalmann rithöfundur, Elín Hansdóttir myndlistarmaður, Daníel Bjarnason tónskáld og Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður til stuðnings Ríkisútvarpinu.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Sjá meira