Innlent

Reiði almennings er skiljanleg

bankasérfræðingurinn Nauðsynlegt er að yfirheyra alla þá sem grunaðir eru um efnahagsbrot í tengslum við hrun efnahagslífsins, segir Mats Josefsson. Fréttablaðið/Anton
bankasérfræðingurinn Nauðsynlegt er að yfirheyra alla þá sem grunaðir eru um efnahagsbrot í tengslum við hrun efnahagslífsins, segir Mats Josefsson. Fréttablaðið/Anton

„Það verður að yfirheyra þá sem grunaðir eru um efnahagsbrot í tengslum við hrun efnahagslífsins.“

Þetta segir Mats Josefsson, sænskur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins. Hann bendir á að fimm hundruð einstaklingar hafi verið ákærðir í kjölfar bankahrunsins í Svíþjóð á tíunda áratug síðustu aldar. Þótt erfitt sé að sanna nokkuð á hina grunuðu í tengslum við svo stórfellt bankahrun þá sé nauðsynlegt að kalla þá á teppið.

Mats undrast hvað þingheimur er lengi að koma sér saman um að setja á laggirnar eignaumsýslufélag og hvað mat á efnahagsreikningi bankanna hefur tekið langan tíma. Hann segir mikilvægt að allt sé uppi á borðinu við endurskipulagningu bankanna og björgun fyrirtækja landsins.

Hann segir almenning skiljanlega reiðan þegar efnahagslífið fari á hliðina, engu skipti hvar í heiminum það gerist - jab /



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×