Regnbogabörn komu út í tapi: „Gjald borgarinnar fyrir neðan allar hellur" Boði Logason skrifar 11. ágúst 2013 12:28 Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Stefán Karl Stefánsson á góðri stundu. Mynd úr safni Regnbogabörn komu út í tapi eftir fjáröflun samtakanna miðborginni í gær. Sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur er einfaldlega fyrir neðan allar hellur, segir stofnandi samtakanna. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar fyrir leigu á sölubás í miðborginni á hátíðisdögum, en 100 þúsund krónur er einfaldlega of mikið. Fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál, Regnbogabörn, voru með sölubás á Hinseigin-dögum í gær, þar sem boðið var upp á Candy Floss, nammi og aðrar veitingar. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna, segir að samtökin hafi selt góðgæti fyrir um 130 þúsund krónur.Samtökin leigðu söluvagn fyrir tuttugu þúsund krónur og svo kostaði nammið sem selt var rúmlega þrjátíu þúsund krónur. Þegar hann gerði upp í lok dag nam tap samtakanna, eftir fjáröflunina, um 26 þúsund krónum. Það sem vegur þyngst í því er eflaust stöðugjald sem þarf að greiða Reykjavíkurborg - 100 þúsund krónur fyrir einn dag. „Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því," segir Stefán Karl. Hann segir að markmiðið með sölubásnum í miðborginni í gær hafi verið að safna pening fyrir samtökin. Það hafi því verið mjög skrítin tilfinning að selja fyrir 130 þúsund krónur - en koma samt út í tapi. Það sem mér finnst leiðinlegt er að við komum út í þessu tapi. En það er allt í lagi ég tek það bara persónulega á mig, og greiði það tap sjálfur. Þetta verður að laga. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur fyrir söluglugga, sem er raunverulega ekki nema frá klukkan 13 til 17, er bara fyrir neðan allar hellur,“ segir Stefán Karl að lokum. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Regnbogabörn komu út í tapi eftir fjáröflun samtakanna miðborginni í gær. Sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur er einfaldlega fyrir neðan allar hellur, segir stofnandi samtakanna. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar fyrir leigu á sölubás í miðborginni á hátíðisdögum, en 100 þúsund krónur er einfaldlega of mikið. Fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál, Regnbogabörn, voru með sölubás á Hinseigin-dögum í gær, þar sem boðið var upp á Candy Floss, nammi og aðrar veitingar. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna, segir að samtökin hafi selt góðgæti fyrir um 130 þúsund krónur.Samtökin leigðu söluvagn fyrir tuttugu þúsund krónur og svo kostaði nammið sem selt var rúmlega þrjátíu þúsund krónur. Þegar hann gerði upp í lok dag nam tap samtakanna, eftir fjáröflunina, um 26 þúsund krónum. Það sem vegur þyngst í því er eflaust stöðugjald sem þarf að greiða Reykjavíkurborg - 100 þúsund krónur fyrir einn dag. „Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því," segir Stefán Karl. Hann segir að markmiðið með sölubásnum í miðborginni í gær hafi verið að safna pening fyrir samtökin. Það hafi því verið mjög skrítin tilfinning að selja fyrir 130 þúsund krónur - en koma samt út í tapi. Það sem mér finnst leiðinlegt er að við komum út í þessu tapi. En það er allt í lagi ég tek það bara persónulega á mig, og greiði það tap sjálfur. Þetta verður að laga. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur fyrir söluglugga, sem er raunverulega ekki nema frá klukkan 13 til 17, er bara fyrir neðan allar hellur,“ segir Stefán Karl að lokum.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira