Reglustika lögð yfir Reykjavík: „Þetta er kuldaleg kveðja“ 4. febrúar 2011 13:25 Ingibjörg Kristleifsdóttir segir afleiðingar óvissunnar um sameiningarnar jafnast á við að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Starfsfólk á leiksólum sé andlega úrvinda „Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi. Árlegur hátíðisdagur leikskólanna, Stóri leikskóladagurinn, er á sunnnudag en vegna þess að hann fellur á helgi er hann víðast hvar haldinn hátíðlegur í dag. „Við reynum að gleðjast í skugga yfirvofandi sameininga," segir Ingibjörg. Ólíkum stefnum skeytt saman „Þær hugmyndir sem ég hef heyrt af virðast bara hafa verið gerðar þannig að reglustika var lögð yfir Reykjavík og svæðunum skipt upp, algjörlega óháð hefðum og menningu innan hvers skóla," segir Ingibjörg. Hún nefnir dæmi um að ein hugmyndin sé að sameina tiltekinn skóla þar sem Hjallastefnan er við lýði og skóla þar sem Reggio-stefnunni er fylgt í leikskólastarfinu. „Þetta gæti hafa verið ögrandi og áhugavert verkefni ef hugmyndin hefði verið að frumkvæði fólksins í skólunu, en þetta er hugmynd sem kemur bara að ofan," segir hún. Ekkert samráð við leikskólakennara Leikskólastjórar hafa fengið að koma tillögum sínum á framfæri við starfshóp um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, eins og hann heitir, en Ingibjörg gagnrýnir að aðstoðarleikskólastjórar sem og leikskólakennarar hafi ekki fengið að koma að hugmyndavinnunni. Þá segir hún einnig ófá dæmi þess að leikskólastjórar hafi lagt fram raunhæfar hugmyndir við starfshópinn en þeim verið hafnað án skiljanlegra ástæðna. „Þessar breytingar eru bara gerðar ofan frá en ekki á forsendum leikskólastarfsins," segir hún. Þögn ekki sama og samþykki Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður starfshópsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún hefði engin viðbrögð fengið frá leikskólastjórnendum við bréfasendingunni frá í gær, enn sem komið er. „Línurnar hér hafa verið rauðglóandi," segir Ingibjörg. „Þó Oddný hafi ekkert heyrt þá jafngildir það ekki þöglu samþykki," segir hún. „Þessi óvissa og ógn sem hangir yfir er það versta. Það er brútalt að tala um andlegt ofbeldi en þessi óvissa hefur sömu afleiðingar. Fólk er úrvinda út af þessari óvissu," segir hún. Tengdar fréttir Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41 Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
„Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi. Árlegur hátíðisdagur leikskólanna, Stóri leikskóladagurinn, er á sunnnudag en vegna þess að hann fellur á helgi er hann víðast hvar haldinn hátíðlegur í dag. „Við reynum að gleðjast í skugga yfirvofandi sameininga," segir Ingibjörg. Ólíkum stefnum skeytt saman „Þær hugmyndir sem ég hef heyrt af virðast bara hafa verið gerðar þannig að reglustika var lögð yfir Reykjavík og svæðunum skipt upp, algjörlega óháð hefðum og menningu innan hvers skóla," segir Ingibjörg. Hún nefnir dæmi um að ein hugmyndin sé að sameina tiltekinn skóla þar sem Hjallastefnan er við lýði og skóla þar sem Reggio-stefnunni er fylgt í leikskólastarfinu. „Þetta gæti hafa verið ögrandi og áhugavert verkefni ef hugmyndin hefði verið að frumkvæði fólksins í skólunu, en þetta er hugmynd sem kemur bara að ofan," segir hún. Ekkert samráð við leikskólakennara Leikskólastjórar hafa fengið að koma tillögum sínum á framfæri við starfshóp um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, eins og hann heitir, en Ingibjörg gagnrýnir að aðstoðarleikskólastjórar sem og leikskólakennarar hafi ekki fengið að koma að hugmyndavinnunni. Þá segir hún einnig ófá dæmi þess að leikskólastjórar hafi lagt fram raunhæfar hugmyndir við starfshópinn en þeim verið hafnað án skiljanlegra ástæðna. „Þessar breytingar eru bara gerðar ofan frá en ekki á forsendum leikskólastarfsins," segir hún. Þögn ekki sama og samþykki Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður starfshópsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún hefði engin viðbrögð fengið frá leikskólastjórnendum við bréfasendingunni frá í gær, enn sem komið er. „Línurnar hér hafa verið rauðglóandi," segir Ingibjörg. „Þó Oddný hafi ekkert heyrt þá jafngildir það ekki þöglu samþykki," segir hún. „Þessi óvissa og ógn sem hangir yfir er það versta. Það er brútalt að tala um andlegt ofbeldi en þessi óvissa hefur sömu afleiðingar. Fólk er úrvinda út af þessari óvissu," segir hún.
Tengdar fréttir Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41 Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41
Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent