SUNNUDAGUR 20. APRÍL NÝJAST 15:42

Aron Rafn og félagar komnir í undanúrslitin

SPORT

Reglugerđin gerir húsnćđi dýrara og óvistvćnna

Innlent
kl 18:43, 25. nóvember 2012
Friđrik Ágúst Ólafsson, forstöđumađur Samtaka iđnađarins.
Friđrik Ágúst Ólafsson, forstöđumađur Samtaka iđnađarins.
Karen Kjartansdóttir skrifar:

Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta.

Nýja reglugerðin gerir ráð fyrir svokallaðri algildri hönnun í öllum nýjum húsum. Það er að allt húsnæði sé þannig úr garði gert að það henti öllum hvort sem fólk glímir við skerta hreyfigetu eða sjónskerðingu.

Er það ekki jákvætt?

„Það er akkúrat þess vegna sem við völdum þetta mannvirki hér sem er fyrir aftan okkur. Það er til fyrirmyndar. Allt varðandi hönnun þessa mannvirkis, með hugsuninni um algilda hönnun og annað slíkt," segir Friðrik Ágúst Ólafsson, forstöðumaður Samtaka iðnaðarins.

En mannvirkið sem hann vísar til er nýtt þriggjahæða fjölbýlishús með lyftu í Litlakrika í Mosfellsbæ.

Friðrik segir að þótt kveðið sé á um að öll frumvörp, bæði til laga og reglugerða séu kostnaðargreind, hafi það ekki verið gert fyrir þessa reglugerð. Þegar Samtök iðnaðins hafi beðið Mannvirkjastofnun um að meta hve mikill auka kostnaður hefði hlotist af því fjölbýlishúsið í Litlakrika yrði byggt samkvæmt reglugerðinni hefðu þau fengist að kostnaðurinn væri óverulegur.

Friðrik gefur lítið fyrir þær fullyrðingar, athugun ráðgjafaþjónunstunnar Hannarrs leitt í ljós að kostnaðaraukningin muni nema 10 prósentum -- hið minnsta.

„Þrátt fyrir þetta mjög svo hagkvæma dæmi sem við völdum hér þá reiknast okkur til, þegar við tökum ekki næstum alla þætti með í dæmið, að þetta mannvirki hefði orðið 10 prósent dýrara," segir Friðrik.

Og húsin koma til með að verða mikið stærri. Þótt gangarnir í Litlakrika séu fremur rúmir og eigi að nýtast fólki í hjólastólum vel þyrfti hann að vera miklu breiðari, sem og allir gangar sem gerðir verða eftir að reglugerðin tekur gildi að fullu.

Þá telja þau Friðrik og Guðrún að ekki sé tekið tillit til íslenskra aðstæðna, til dæmis munu kröfur um mjög lága þröskulda í öllum húsum væntanlega auka leka í íslensku regni. Þá verður ekki nóg að vera með lyftu heldur þarf að vera sjálfvirkur dyraopnari og varaaflgjafi fyrir dyraopnarann þótt enginn sem glímir við fötlun búi í húsinu.

„Það eru nú þegar íbúðir sem eru sérstaklega hannaðar með þarfir hreyfihamlaðra í huga í húsinu og stæði fyrir fatlaða en það er beðið um að það sé aukið verulega við þessar kröfur," segir Guðrún.

Auk þess munu húsin öll stækka. {Það eru gerðar miklar kröfur um aukna einangrun þannig það er fyrirséð að húsið myndi stækka verulega og hráefnið sem færi til byggingarinnar aukast," segir Guðrún.

Mun það ekki spara peninga og orku á endanum?

„Orkukostnaður þyrfti að áttfaldast til að sá sparðnaður færi að skila sér. Það er það mikill aukinn fjármögnunarkostnaður og stofnkostnaður við bygginguna. Og ef við horfum til íslenskrar orku, sem við teljum nokkuð vistvæna, þá skýtur þetta nokkuð skökku við," segir Guðrún.

Lofthæð í bílakjallurum þarf einnig að aukst mikið og hefðbundnir veggir með einangrun að innan munu líklega heyra sögunni til.

„Flestir eru á því að það muni hreinlega ekki verða hægt að einangra hús að innan lengur. Fyrir vikið erum við að tala um að það þarf að klæða húsið að utan og þessi hefðbundi íslenski útveggur hann hreinlega hverfur auk þess sem veggirnir munu þykkjast verulega," segir Guðrún.

Þau Friðrik og Guðrún segja fyrirséð að þessar breytingar muni verða til þess að vísitalan hækki og þar með lánin okkar. Þetta samrýmist auk þess ekki stefnu velferðarráðuneytisins um að stuðlað verði að hagkvæmum húsakosti og fjölbreyttu eingaformi. Margt gott sé að finna í reglugerðinni. En það þurfi að vanda mikið meira til verka og frekari tíma þurfi til að fara yfir málin.


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Innlent 20. apr. 2014 13:29

Stađa smćrri byggđarlaga áhyggjuefni

Sigurđur Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráđherra, segir stöđu smćrri byggđarlaga í sjávarútvegi vera áhyggjuefni. Byggđastofnun mun skila skýrslu strax eftir páska međ leiđum til ađ viđhalda sjávarútveg... Meira
Innlent 20. apr. 2014 12:39

Nóg viđ ađ vera á páskadag

Ţó flest sé lokađ í dag, páskadag, er ţó eitt og annađ sem landsmenn geta fundiđ sér til ađ gera. Meira
Innlent 20. apr. 2014 11:00

Ţriggja enn saknađ á Everest

Leit hefur stađiđ yfir en var henni hćtt í morgun vegna slćmra veđurskilyrđa. Meira
Innlent 20. apr. 2014 10:45

Skíđasvćđi víđa opin

Skíđasvćđin í Oddsskarđi, Tungudal og Stafdal opna klukkan 10 í dag og opna skíđasvćđin í Tindastóli og Seljalandsdal klukkan 11. Meira
Innlent 20. apr. 2014 09:47

Víđa hálka

Hálka er á Hellisheiđi en hálkublettir eru á Mosfellsheiđi, líkt og víđa í uppsveitum og á útvegum á Suđurlandi. Snjóţekja er á Lyngdalsheiđi. Meira
Innlent 20. apr. 2014 09:31

Rokkhátíđin fer vel fram

Nóttin gekk vel og fjölmargir gestir rokkhátíđarinnar, Aldrei fór ég suđur skemmtu sér međ friđi og spekt. Meira
Innlent 19. apr. 2014 22:00

Ingólfur heldur áfram

Ingólfur Axelsson segist ćtla ađ halda áfram fjallgöngu sinni á Everest-fjall en Vilborg Arna Gissurardóttir ćtlar ađ gefa sér nokkra daga áđur en hún ákveđur framhaldiđ. Meira
Innlent 19. apr. 2014 21:23

Búist viđ fjörugu skemmtanalífi annađ kvöld

Laugardagur fyrir páska er venjulega rólegri en hinir páskadagarnir enda styttri opnunartími í miđbćnum. Meira
Innlent 19. apr. 2014 19:45

Leikhússtjórinn fyrrverandi sagđur frábćr á leiksviđinu

Forstöđumađur Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri hefur óvćnt slegiđ í gegn í fyrsta hlutverki sínu á leiksviđi. Meira
Innlent 19. apr. 2014 19:30

Ţingmađur Framsóknarflokksins styđur Guđna í oddvitasćtiđ

Guđrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar annađ sćti listans segist tilbúin til ađ taka fyrsta sćtiđ. Meira
Innlent 19. apr. 2014 19:15

Meirihluti landsmanna á móti gjaldtöku

Samkvćmt nýrri könnun Stöđvar 2 og Fréttablađsins er meirihluti landsmanna á móti gjaldtöku viđ náttúruperslur landsins. Naumur meirihluti kjósenda stjórnarflokkana er ţó fylgjandi henni. Meira
Innlent 19. apr. 2014 18:55

Starfsmađur verslunar var sleginn í ránstilraun

Ţjófurinn náđist og hefur hann veriđ handsamađur Meira
Innlent 19. apr. 2014 18:13

Íslenskur pabbi naglalakkar sig fyrir son sinn

"Ég er orđin alveg 10 númerum ástfangnari af manninum mínum fyrir ađ losa barniđ okkar viđ ţá hugsun sem samfélagiđ kenndi honum, ađ naglalakk sé bara fyrir stelpur." Meira
Innlent 19. apr. 2014 16:30

Rokkađ og skíđađ á Ísafirđi um páskana

Barnaskemmtun var á skíđasvćđinu í dag en í kvöld heldur rokkveislan áfram Meira
Innlent 19. apr. 2014 15:41

Eftirfylgni međ ADHD sjúklingum ábótavant á Íslandi

Međferđartími viđ ofvirkni og athyglisbresti međal fullorđinna á Íslandi er umtalsvert styttri en í nágrannalöndunum Meira
Innlent 19. apr. 2014 15:20

Bćndur vilja leyfi til ađ skjóta gćsirnar

Gćsir og álftir valda stórtjóni í túnum bćnda á vorin Meira
Innlent 19. apr. 2014 14:56

Páskaeggjamót Bónus fór fram á Grćnlandi viđ mikinn fögnuđ

Mikill snjór en mikil gleđi, segir Hrafn Jökulsson međlimur skákfélagsins Hróksins. Meira
Innlent 19. apr. 2014 14:49

Viđmiđum Kyoto náđ en vistsporiđ risastórt

Ţrátt fyrir ađ vera tćpum 30% yfir viđmiđi Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síđasta aldarfjórđungi hefur útblástur frá stóriđju aukist um 116%. Meira
Innlent 19. apr. 2014 14:31

Fólk ţarf ađ búa sig undir tafir á flugi á miđvikudag

Formađur félags flugmálastarfsmanna segir mögulegt ađ samningar náist á ţriđjudag. Meira
Innlent 19. apr. 2014 14:04

Viđ afneitum ekki úthverfunum

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstćđisflokksins í Reykjavík vill ađ fólk hafi val um ađ búa annarsstađar en miđsvćđis. Meira
Innlent 19. apr. 2014 13:35

"Besta, skemmtilegasta og fallegasta samtal sem ég hef átt viđ hann Ingólf minn"

Móđir íslensks manns í Everest var fegin ađ heyra ađ sonurinn vćri heill á húfi Meira
Innlent 19. apr. 2014 13:00

Mikiđ fjör ţrátt fyrir veđur

Ađeins ţurfti ađ aflýsa einu atriđi í gćr. Meira
Innlent 19. apr. 2014 12:49

Skíđasvćđi opin víđa um land í dag

Frábćr leiđ til ađ njóta sín í snjónum um páskana. Meira
Innlent 19. apr. 2014 12:34

Lögreglu tilkynnt um líkamsárás í nótt

Ţrír menn handteknir og gista nú fangageymslur Meira
Innlent 19. apr. 2014 12:25

Byggđarröskun stóri galli kvótakerfisins

Hannes Sigurđsson útgerđarmađur í Ţorlákshöfn segir réttleysi fjölmargra byggđarlaga á landsbyggđinni algjört og hagsmunir ţeirra veriđ fyrir borđ bornir. Meiri kvóti ţurfi ađ renna beint til byggđarl... Meira

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Reglugerđin gerir húsnćđi dýrara og óvistvćnna
Fara efst