Refum er tekið að fækka Birta Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 21:00 Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur. Eina upprunalega landspendýrið á Íslandi hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en melrakki, tóa, holtaþór og gráfóta eru meðal þeirra nafna sem refurinn gegnir. Refum hér á landi er nú farið að fækka eftir samfelldan vöxt stofnsins um áratugaskeið. „Í sumar fann ég talsvert mikið af dauðum dýrum þegar ég kem í vor og mikið af nýjum pörum á grenjum. Af þessum sex grenjum sem ég vakta mjög gaumgæfilega voru vara tvö pör sem komu upp yrðlingum, en undanfarin 16 ár hafa öll sex pörin komið upp afkvæmum. Af þessum tveimur pörum sem komu upp yrðlingum missti annað þeirra helming afkvæmanna og restin var mjög mögur og ræfilsleg svo ég efast um að þeir komi til með að lifa af veturinn. Það er því eitthvað skrýtið sem komið hefur upp þarna í sumar,” segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Við höfum fundið mjög mikla mengun í íslenskum tófum sem búa við ströndina, en vitum ekki enn hvaða afleiðingar það hefur. Það þarf líka að skoða fleiri þætti því þetta eru áreiðanlega margir samverkandi þættir sem koma til. Eins getur verið að þakinu hafi einfaldlega verið náð á sínum tíma.” Eftirlit með refastofninum er alfarið háð refaveiðimönnum, að þeir komi hræjum til Náttúrufræðistofnunar sem sjá um rannsóknir á stofninum. „Ég fæ þetta rannsóknarverkefni í arf frá Páli heitnum Hersteinssyni, sem vaktaði stofninn frá því að hann kom úr sínu doktorsnámi á áttunda áratungum. Hann kom á þessu samstarfsverkefni sem er auðvitað alveg frábært,” segir Ester. „Eftir andlát hans átti ég smá brasi til að byrja með til að fá veiðimenn til að treysta mér. En ég hafði unnið talsvert með Páli svo það tókst vel og ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta samstarf.” En er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála? „Nei, því stofninn er mjög stór ennþá og virðist ekki vera illa haldin. Að sjálfsögðu fylgjumst við þó vel með, því í nágrannalöndum okkar er tófan í útrýmingarhættu. Við eigum stærsta stofninn á Norðurlöndunum og berum auðvitað mikla ábyrgð á honum. Ég veit ekki hvort við myndum ráða við það ef það kæmi eitthvað alvarlegt uppá.” Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur. Eina upprunalega landspendýrið á Íslandi hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en melrakki, tóa, holtaþór og gráfóta eru meðal þeirra nafna sem refurinn gegnir. Refum hér á landi er nú farið að fækka eftir samfelldan vöxt stofnsins um áratugaskeið. „Í sumar fann ég talsvert mikið af dauðum dýrum þegar ég kem í vor og mikið af nýjum pörum á grenjum. Af þessum sex grenjum sem ég vakta mjög gaumgæfilega voru vara tvö pör sem komu upp yrðlingum, en undanfarin 16 ár hafa öll sex pörin komið upp afkvæmum. Af þessum tveimur pörum sem komu upp yrðlingum missti annað þeirra helming afkvæmanna og restin var mjög mögur og ræfilsleg svo ég efast um að þeir komi til með að lifa af veturinn. Það er því eitthvað skrýtið sem komið hefur upp þarna í sumar,” segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Við höfum fundið mjög mikla mengun í íslenskum tófum sem búa við ströndina, en vitum ekki enn hvaða afleiðingar það hefur. Það þarf líka að skoða fleiri þætti því þetta eru áreiðanlega margir samverkandi þættir sem koma til. Eins getur verið að þakinu hafi einfaldlega verið náð á sínum tíma.” Eftirlit með refastofninum er alfarið háð refaveiðimönnum, að þeir komi hræjum til Náttúrufræðistofnunar sem sjá um rannsóknir á stofninum. „Ég fæ þetta rannsóknarverkefni í arf frá Páli heitnum Hersteinssyni, sem vaktaði stofninn frá því að hann kom úr sínu doktorsnámi á áttunda áratungum. Hann kom á þessu samstarfsverkefni sem er auðvitað alveg frábært,” segir Ester. „Eftir andlát hans átti ég smá brasi til að byrja með til að fá veiðimenn til að treysta mér. En ég hafði unnið talsvert með Páli svo það tókst vel og ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta samstarf.” En er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála? „Nei, því stofninn er mjög stór ennþá og virðist ekki vera illa haldin. Að sjálfsögðu fylgjumst við þó vel með, því í nágrannalöndum okkar er tófan í útrýmingarhættu. Við eigum stærsta stofninn á Norðurlöndunum og berum auðvitað mikla ábyrgð á honum. Ég veit ekki hvort við myndum ráða við það ef það kæmi eitthvað alvarlegt uppá.”
Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira