SUNNUDAGUR 29. MAÍ NÝJAST 09:15

Skírđu kindina Pirrulínu

LÍFIĐ

Red Bull: Mjög góđar fréttir frá Renault

 
Formúla 1
22:45 22. JANÚAR 2016
Red Bull bíll Daniel Ricciardo séđur ađ ofan, ćtli ţađ verđi miklar breytingar á bíl ţessa árs?
Red Bull bíll Daniel Ricciardo séđur ađ ofan, ćtli ţađ verđi miklar breytingar á bíl ţessa árs? VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Jákvæðar raddir heyrast um Renault vél ársins 2016 samkvæmt Jonathan Wheatley, framkvæmdastjóra Red Bull liðsins.

Franski vélaframleiðandinn er enn að elta þær framfarir sem aðrir vélaframleiðendur náðu á síaðsta ári. Renault vélin verður enn ekki jafnoki Mercedes vélarinnar að sögn Wheatley.

Renault vélarnar sem Red Bull mun nota verður merkt úraframleiðandanum Tag Heuer.

„Það eru mjög góðar fréttir að koma frá Frakklandi þessi misserin. Þetta verða ekki ógnvænlegar framfarir en þó einhverjar sem er mjög jákvætt,“ sagði Wheatley í samtali við GPUpdate.

„Þannig met ég stöðuna í augnablikinu. Verður vélin jafnfætis öðrum vélum 2016? Ég tel það ólíklegt. En við verðum að nálgast,“ bætti Wheatley við.

Smíð bílsins ganga vel og er hann á undan áætlun að sögn Wheatley. Þrátt fyrir óvissuna sem ríkti með framhaldandi þátttöku Red Bull í Formúlu 1 og mögulegan vélaskort.

Red Bull ætlar að kynna nýja bílinn sinn, RB12 til leiks í London þann 17. febrúar.

„Við erum heppin að þekkja vélina sem við erum að fara að nota, það er vegna þess frekar einfalt að raða bílnum sjálfum saman. Ég átti fund með yfirhönnuði bílsins nýlega og hlutirnir eru nokkuð á undan áætlun,“ sagði Wheatley að lokum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Red Bull: Mjög góđar fréttir frá Renault
Fara efst