Formúla 1

Heims­meistarinn Ver­stappen byrjar á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigrinum fagnað.
Sigrinum fagnað. @F1

Verstappen hefur tímabilið í Formúlu 1 á sama hátt og undanfarin ár. Með frábærri frammistöðu og sigri.

Fyrsta keppni ársins í Formúlu 1 fór fram í Barein í dag. Sérfræðingar Vísis spáðu því að keppnin yrði töluvert meira spennandi en til að mynda fyrir ári en því miður var Verstappen ekki á sama máli. Hann kom, sá og sigraði eins og svo oft áður. Var þetta hans 55. sigur í F1.

Red Bull Racing bar af í Barein en Sergio Pérez var í 2. sæti í dag. Þar á eftir komu Carlos Sainz Jr. og Charles Leclerc hjá Ferrari. George Russell var í 5. sæti, Lando Norris þar á eftir og Lewis Hamilton í 7. sæti.

Nýtt tímabil en sömu yfirburðirnir hjá Red Bull sem hefur undanfarið ár borið af í keppni bílasmíða á meðan Verstappen hefur unnið hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×