Innlent

Rassskellti þrjá menn með frumskógarsveðju

Að kasti af sér þvagi er brot á lögreglusamþykkt.
Að kasti af sér þvagi er brot á lögreglusamþykkt. MYND/Hari
Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar og verslunareigendur í borginni eru orðnir langþreyttir á því að þurfa sápuþvo innganga og skot eftir næturbrölt gesta í miðborginni. Að kasti af sér þvagi er brot á lögreglusamþykkt. Á sjötta tímanum í nótt brast þolinmæðin hjá einum íbúa þegar þrír menn köstuðu af sér vatni við hans. Mennirnir migu ofan í kjallaraglugga að svefnherbergi hans. Þá hljóp íbúinn út með frumskógarsveðju í hendi og rassskellti mennina með sveðjunni. Í þokkabót var íbúinn kviknakinn en að lokinni rassskellingunni hvarf hann aftur inn í húsið. Sveðjumaðurinn var handtekinn og gefur nú skýrslu hjá lögreglu þar sem honum gafst kostur á að skýra háttsemi sína. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var honum gefinn kostur á að bregða á sig klæði áður en hann var fluttur á lögreglustöðina.

Stuttu eftir miðnætti var tilkynnt um eldi í bifreið við Hamrastekk, greiðlega gekk að slökkva eldinn en bifreiðin er illa farin eða ónýt. Þá var ekið á gangandi vegfaranda á Lækjargötu, hann var fluttur á slysadeild til rannsóknar.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var mikið var um útköll vegna hávaða í heimahúsum og einnig voru nokkuð um pústra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×