Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar 5. nóvember 2010 08:00 Ölstofan Ungliðanum var vísað út af staðnum eftir að hafa veist að barþjóninum. Fjöldi gesta á Norðurlandaráðsþinginu var staddur á Ölstofunni að skemmta sér þetta kvöld.Fréttablaðið/vilhelm Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. „Hann var búinn að vera til leiðinda í svolítinn tíma," segir Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Ölstofunnar. Ungliðinn hafi verið nokkuð drukkinn og linnulítið hreytt rasískum ónotum á sænsku í barþjóninn, sem er íslenskur og sænskur, en af palestínskum uppruna. „Það vildi til að hann var alinn upp í Svíþjóð og skildi allar blammeringarnar," segir Kormákur. Þegar maðurinn hafi síðan viljað fá afgreiðslu hjá barþjóninum eftir svívirðingarnar - og hent í hann greiðslukorti - hafi þjónninn fengið nóg, hent kortinu til baka og afþakkað viðskiptin við hann. „Þá barði hann í borðið og svo tók hann næsta bjórglas sem hann sá og grýtti í drenginn," segir Kormákur. Glasið hæfði barþjóninn í öxlina en honum varð þó ekki meint af. „Hann sagði sjálfur að hann hefði bara ætlað að skvetta á hann en misst glasið," segir Kormákur. Í kjölfarið hafi honum verið vísað út af staðnum. Hann hafi þrætt fyrir að eiga sök á uppákomunni og þá verið boðið að fá lögreglu á staðinn til að fara yfir upptökur úr öryggismyndavél. Það hafi hann ekki viljað. Kormákur gerir ekki lítið úr atvikinu. „Þetta er töluvert mikið mál. Þetta á ekki að sjást og við líðum ekki svona hér. Þetta setti svartan blett á sænsku sendinefndina og ég veit að þeim finnst það ekki gott." Og það stendur heima. Heimildir Fréttablaðsins herma að sendinefndin hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort barþjónninn hefði þegið boðið. stigur@frettabladid.is Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. „Hann var búinn að vera til leiðinda í svolítinn tíma," segir Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Ölstofunnar. Ungliðinn hafi verið nokkuð drukkinn og linnulítið hreytt rasískum ónotum á sænsku í barþjóninn, sem er íslenskur og sænskur, en af palestínskum uppruna. „Það vildi til að hann var alinn upp í Svíþjóð og skildi allar blammeringarnar," segir Kormákur. Þegar maðurinn hafi síðan viljað fá afgreiðslu hjá barþjóninum eftir svívirðingarnar - og hent í hann greiðslukorti - hafi þjónninn fengið nóg, hent kortinu til baka og afþakkað viðskiptin við hann. „Þá barði hann í borðið og svo tók hann næsta bjórglas sem hann sá og grýtti í drenginn," segir Kormákur. Glasið hæfði barþjóninn í öxlina en honum varð þó ekki meint af. „Hann sagði sjálfur að hann hefði bara ætlað að skvetta á hann en misst glasið," segir Kormákur. Í kjölfarið hafi honum verið vísað út af staðnum. Hann hafi þrætt fyrir að eiga sök á uppákomunni og þá verið boðið að fá lögreglu á staðinn til að fara yfir upptökur úr öryggismyndavél. Það hafi hann ekki viljað. Kormákur gerir ekki lítið úr atvikinu. „Þetta er töluvert mikið mál. Þetta á ekki að sjást og við líðum ekki svona hér. Þetta setti svartan blett á sænsku sendinefndina og ég veit að þeim finnst það ekki gott." Og það stendur heima. Heimildir Fréttablaðsins herma að sendinefndin hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort barþjónninn hefði þegið boðið. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira