Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar 5. nóvember 2010 08:00 Ölstofan Ungliðanum var vísað út af staðnum eftir að hafa veist að barþjóninum. Fjöldi gesta á Norðurlandaráðsþinginu var staddur á Ölstofunni að skemmta sér þetta kvöld.Fréttablaðið/vilhelm Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. „Hann var búinn að vera til leiðinda í svolítinn tíma," segir Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Ölstofunnar. Ungliðinn hafi verið nokkuð drukkinn og linnulítið hreytt rasískum ónotum á sænsku í barþjóninn, sem er íslenskur og sænskur, en af palestínskum uppruna. „Það vildi til að hann var alinn upp í Svíþjóð og skildi allar blammeringarnar," segir Kormákur. Þegar maðurinn hafi síðan viljað fá afgreiðslu hjá barþjóninum eftir svívirðingarnar - og hent í hann greiðslukorti - hafi þjónninn fengið nóg, hent kortinu til baka og afþakkað viðskiptin við hann. „Þá barði hann í borðið og svo tók hann næsta bjórglas sem hann sá og grýtti í drenginn," segir Kormákur. Glasið hæfði barþjóninn í öxlina en honum varð þó ekki meint af. „Hann sagði sjálfur að hann hefði bara ætlað að skvetta á hann en misst glasið," segir Kormákur. Í kjölfarið hafi honum verið vísað út af staðnum. Hann hafi þrætt fyrir að eiga sök á uppákomunni og þá verið boðið að fá lögreglu á staðinn til að fara yfir upptökur úr öryggismyndavél. Það hafi hann ekki viljað. Kormákur gerir ekki lítið úr atvikinu. „Þetta er töluvert mikið mál. Þetta á ekki að sjást og við líðum ekki svona hér. Þetta setti svartan blett á sænsku sendinefndina og ég veit að þeim finnst það ekki gott." Og það stendur heima. Heimildir Fréttablaðsins herma að sendinefndin hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort barþjónninn hefði þegið boðið. stigur@frettabladid.is Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. „Hann var búinn að vera til leiðinda í svolítinn tíma," segir Kormákur Geirharðsson, annar eigenda Ölstofunnar. Ungliðinn hafi verið nokkuð drukkinn og linnulítið hreytt rasískum ónotum á sænsku í barþjóninn, sem er íslenskur og sænskur, en af palestínskum uppruna. „Það vildi til að hann var alinn upp í Svíþjóð og skildi allar blammeringarnar," segir Kormákur. Þegar maðurinn hafi síðan viljað fá afgreiðslu hjá barþjóninum eftir svívirðingarnar - og hent í hann greiðslukorti - hafi þjónninn fengið nóg, hent kortinu til baka og afþakkað viðskiptin við hann. „Þá barði hann í borðið og svo tók hann næsta bjórglas sem hann sá og grýtti í drenginn," segir Kormákur. Glasið hæfði barþjóninn í öxlina en honum varð þó ekki meint af. „Hann sagði sjálfur að hann hefði bara ætlað að skvetta á hann en misst glasið," segir Kormákur. Í kjölfarið hafi honum verið vísað út af staðnum. Hann hafi þrætt fyrir að eiga sök á uppákomunni og þá verið boðið að fá lögreglu á staðinn til að fara yfir upptökur úr öryggismyndavél. Það hafi hann ekki viljað. Kormákur gerir ekki lítið úr atvikinu. „Þetta er töluvert mikið mál. Þetta á ekki að sjást og við líðum ekki svona hér. Þetta setti svartan blett á sænsku sendinefndina og ég veit að þeim finnst það ekki gott." Og það stendur heima. Heimildir Fréttablaðsins herma að sendinefndin hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort barþjónninn hefði þegið boðið. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira