Enski boltinn

Ranieri: Þetta eiga leikmennirnir skilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Leicester fagna í gær.
Stuðningsmenn Leicester fagna í gær. Vísir/Getty
Claudio Ranieri, ítalskur stjóri Leicester City, hrósaði leikmönnum sínum eftir að liðið varð enskur meistari í gær. Öskubuskuævintýri Leicester, sem var næstum fallið úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra, er því fullkomnað.

Leicester varð í gær meistari þegar Tottenham mistókst að vinna Chelsea. Leicester var ekki að spila en leikmenn söfnuðust saman á heimili Jamie Vardy og fögnuðu gríðarlega þegar niðurstaðan lá fyrir.

Sjá einnig: Sjáðu leikmenn Leicester tryllast af gleði

Sjálfur var Ranieri á Ítalíu í gær í heimsókn hjá móður sinni. En hann sneri aftur til Englands í gærkvöldi, um svipað leyti og niðurstaðan vrð ljós.

„Ég er svo stoltur,“ sagði Ranieri við enska fjölmiðla. „Ég er ánægður fyrir hönd leikmanna minna, fyrir stjórnarformanninn, alla starfsmenn, stuðningsmenn og allt Leicester-samfélagið. Þetta er ótrúleg tilfinning og ég er svo ánægður fyrir hönd allra.“

Sjá einnig: Morgan: Mér hefur aldrei liðið svona

Hann viðurkennir fúslega að hafa aldrei reiknað með því að Leicester yrði meistari, hvað þá strax á hans fyrsta ári með félagið.

„Ég er raunsæismaður. Ég vildi bara vinna einn leik í einu og hjálpa leikmönnum mínum að bæta sig í hverjum leik. Aldrei taldi ég að þetta myndi leiða til þess.“

Sjá einnig: Tottenham fór á taugum og Leicester er Englandsmeistari

„Leikmennirnir hafa verið frábærir. Það var einbeiting þeirra, vilji og andi sem gerði þetta mögulegt. Þeir börðust hverjir fyrir aðra í hverjum einasta leik og ég elska að sjá það hjá leikmönnum mínum. Þeir eiga skilið að verða meistarar.“


Tengdar fréttir

Tottenham fór á taugum og Leicester er Englandsmeistari

Öskubuskuævintýri Leicester City var fullkomnað í kvöld er liðið varð Englandsmeistari. Tottenham gerði þá jafntefli gegn Chelsea og það þýðir að liðið getur ekki lengur náð Leicester.

Morgan: Mér hefur aldrei liðið svona vel

Wes Morgan, fyrirliði Leicester, fagnaði með félögum sínum heima í stofu í kvöld og verður að fagna eitthvað fram eftir nóttu þar sem Leicester er orðið Englandsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×