Íslenski boltinn

Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rakel Hönnudóttir, markaskorari Breiðabliks, á fullum spretti í kvöld.
Rakel Hönnudóttir, markaskorari Breiðabliks, á fullum spretti í kvöld. vísir/andri marinó
Topplið Breiðbliks heldur sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, en liðið lagði Aftureldingu, 1-0, á Kópavogsvelli í kvöld.

Markalaust var í hálfleik en á fyrstu mínútu síðari hálfleiks var Telma Hjaltalín Þrastardóttir, framherji Breiðabliks, rekinn út af gegn sínum gömlu félögum.

Manni færri tókst Blikum þó að innbyrða sigur, en Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu, 1-0.

Blikar eru áfram með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar með 31 stig, en Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eru með 27 stig í öðru sæti.

Afturelding er á botninum með eitt stig, stigi á eftir Þrótti sem er fjórum stigum á eftir KR.

KR var í heimsókn á Vodafone-vellinum í kvöld þar sem Valskonur höfðu betur, 3-1.

Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið, 1-0, á 17. mínútu og aðeins einni mínútu síðar var Katia Maanane búin að koma heimakonum í 2-0.

Maanane var svo aftur á ferðinni á 64. mínútu þegar hún kom Val í 3-0 áður en Sigríður María Sigurðardóttir minnkaði muninn fyrir KR, 3-1, sem urðu lokatölur leiksins.

Valur er eftir sigurinn í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig en Kr sem fyrr segir í áttunda sæti með sex stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir af úrslit.net.

Vísir/Andri Marinó
vísir/andri marinó
vísir/andri marinó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×