Ræsa álver í Helguvík 2015 8. september 2012 04:30 Ragnar Guðmundsson, Forstjóri Norðuráls Helguvík Álver Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, segir að samningar um orku fyrir álver í Helguvík séu á lokametrunum. Takist það þá sé ekkert til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir í vor. „Ég er mjög bjartsýnn á að samningar náist á næstu einum, tveimur, þremur mánuðum. Það er orðtak úr bandaríska fótboltanum sem segir að erfitt sé að komast að tveggja jarda línunni, en það hafist. Síðustu tveir jardarnir séu erfiðastir. Við erum á síðustu tveimur jördunum með að vinna úr smáatriðum, en höfum náð saman um aðalatriðin.“ Bless segir að fjármögnun verkefnisins hafi lokið 2010. Leggja hafi þurft þær áætlanir á hilluna þegar verkefnið dróst og snurfusa þurfi þær að nýju áður en farið verður eftir þeim. Það muni þó ekki tefja neitt fyrir framkvæmdunum. Fjármögnun sé því tryggð. „Ef við náum samningum á næstu mánuðum hefst undirbúningur fyrir verkefnið strax, en framkvæmdir ekki fyrr en vorið 2013 með hækkandi sól. Framleiðslan gæti þá hafist vorið 2015.“ Bless segir að ákveðið hafi verið að setja tvær milljónir dollara í að klæða byggingarnar í Helguvík fyrir veturinn. „Við ákváðum það í vor þegar við sáum hvað samningar við orkufyrirtækin gengu vel. Þetta er til marks um að við sjáum fyrir endann á undirbúningstímanum. Þangað til við göngum endanlega frá samningum við orkufyrirtækin munum við hins vegar halda kostnaði í lágmarki.“ Álverð hefur verið lágt að undanförnu en Bless segir að engu að síður sé reksturinn á Norðuráli mjög góður. Fyrirtækið sé skuldlaust, með góða eiginfjárstöðu, og í mjög góðri stöðu til að takast verkefnið á hendur. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að tryggja verði orku fyrir verkefnið. „Það þarf að tryggja endanlegan frágang orkusamninga og flutning á orkunni til okkar. Við sjáum að Landsnet er vonandi að ljúka ákveðnum þáttum sín megin svo það sér vonandi fyrir endann á þessu.“ - kóp Tengdar fréttir 50% ánægð með aðildina Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun. 8. september 2012 02:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
Michael Bless, forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, segir að samningar um orku fyrir álver í Helguvík séu á lokametrunum. Takist það þá sé ekkert til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir í vor. „Ég er mjög bjartsýnn á að samningar náist á næstu einum, tveimur, þremur mánuðum. Það er orðtak úr bandaríska fótboltanum sem segir að erfitt sé að komast að tveggja jarda línunni, en það hafist. Síðustu tveir jardarnir séu erfiðastir. Við erum á síðustu tveimur jördunum með að vinna úr smáatriðum, en höfum náð saman um aðalatriðin.“ Bless segir að fjármögnun verkefnisins hafi lokið 2010. Leggja hafi þurft þær áætlanir á hilluna þegar verkefnið dróst og snurfusa þurfi þær að nýju áður en farið verður eftir þeim. Það muni þó ekki tefja neitt fyrir framkvæmdunum. Fjármögnun sé því tryggð. „Ef við náum samningum á næstu mánuðum hefst undirbúningur fyrir verkefnið strax, en framkvæmdir ekki fyrr en vorið 2013 með hækkandi sól. Framleiðslan gæti þá hafist vorið 2015.“ Bless segir að ákveðið hafi verið að setja tvær milljónir dollara í að klæða byggingarnar í Helguvík fyrir veturinn. „Við ákváðum það í vor þegar við sáum hvað samningar við orkufyrirtækin gengu vel. Þetta er til marks um að við sjáum fyrir endann á undirbúningstímanum. Þangað til við göngum endanlega frá samningum við orkufyrirtækin munum við hins vegar halda kostnaði í lágmarki.“ Álverð hefur verið lágt að undanförnu en Bless segir að engu að síður sé reksturinn á Norðuráli mjög góður. Fyrirtækið sé skuldlaust, með góða eiginfjárstöðu, og í mjög góðri stöðu til að takast verkefnið á hendur. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að tryggja verði orku fyrir verkefnið. „Það þarf að tryggja endanlegan frágang orkusamninga og flutning á orkunni til okkar. Við sjáum að Landsnet er vonandi að ljúka ákveðnum þáttum sín megin svo það sér vonandi fyrir endann á þessu.“ - kóp
Tengdar fréttir 50% ánægð með aðildina Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun. 8. september 2012 02:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
50% ánægð með aðildina Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun. 8. september 2012 02:30