Innlent

Ræddu um langvarandi og traust ríkjanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Ragnar og Robert C. Barber.
Ólafur Ragnar og Robert C. Barber. vísir
Sendiherra Bandaríkjanna, Robert C. Barber, er nú kominn til Íslands og afhendi hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf í dag.

Í tilkynningu frá forsetanum segir að hann hafi fundað með nýjum sendiherra Bandaríkjanna Robert C. Barber á Bessastöðum í dag.

Rætt var um langvarandi og traust samband ríkjanna, söguleg tengsl allt frá miðöldum og landnám Íslendinga í Vesturheimi á 19. öld sem og margvísleg samskipti á sviði viðskipta og varnarsamstarfs á síðari hluta 20. aldar.

Þá var einnig fjallað um þær breytingar sem felast í auknu mikilvægi Norðurslóða, væntanlega formennsku Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu og hugmyndir um björgunarmiðstöð á Íslandi sem reist yrði á grundvelli þess samkomulags sem gert var innan Norðurskautsráðsins fyrir nokkrum árum.

Mikilvægt væri einnig að treysta tengsl við einstök ríki í Bandaríkjunum eins og Alaska og Maine sem hafa átt í auknu samstarfi við Ísland og efla kynningu á kostum jarðhita í Bandaríkjunum, einkum til húshitunar.

Fyrir rúmu ári hætti Luis Arrega sem sendiherra Bandaríkjanna en Barber mun koma í hans stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×