Innlent

Ræddu bónusgreiðslur bankamanna á þingi

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/Anton Brink
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort hann ætlaði að gera eitthvað í bónusgreiðslum starfsmanna Kaupþings. Fregnir bárust af því í síðustu viku hópur tuttugu starfsmanna Kaupþings, sem er langstærsti hluthafi Arion-banka, gæti fengi úthlutað samtals tæplega 1.500 milljónum króna í bónus takist honum að hámarka virði óseldra eigna Kaupþings. Hópurinn hefur nú þegar fengið greiddan bónus upp á tugi milljóna.

Bjarni Benediktsson sagði í síðustu viku að þessa bónusgreiðslur lyktuðu af sjálftöku og að hann væri alls ekki hlynntur slíkum hugmyndum.

Helgi Hjörvar spurði Bjarna á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að aðhafast eitthvað í málinu, skattleggja slíkar bónusgreiðslur sérstaklega eða boða forsvarsmenn bankanna til fundar við sig. Bjarni sagðist ekki ætla að boða þá til fundar. Hann taldi gagnrýni sína hafa verið afar skýra í síðustu viku og þurfi ekki að tvítaka hana á fundi.

Bjarni sagði Helga Hjörvar vera þingmann á Alþingi og geta lagt fram frumvarp um málefnið en engar hugmyndir hafi komið frá honum annað en að boða til fundar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×