Ráðuneytin varnarlaus gegn þrýstingi hagsmunaaðila Haraldur Guðmundsson skrifar 17. desember 2013 08:38 Gunnar Helgi segir ráðuneytin þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við gerð frumvarpa. Mynd/GVA. „Ráðuneytin virðast vera svo lítil og veikburða og undir það miklu álagi af ýmsu tagi að þau hafa í raun og veru mjög veikar forsendur til að leiða stefnumótunarvinnu á sambærilegan hátt og ráðuneyti gera í nágrannalöndum okkar. Þess vegna verða þau berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu tagi,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Ýtarlegur samanburður hans og Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings staðfestir að fyrstu drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að lagafrumvarpi sem á að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum voru að stórum hluta skrifuð af hagsmunaaðilanum Carbon Recycling International. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið 29. nóvember síðastliðinn. Þá kom fram að Carbon Recycling hafði frumkvæði að því að senda ráðuneytinu skjal sem innihélt tillögu að lagafrumvarpinu, en fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. „Samanburðurinn sýnir að útgangspunkturinn í drögum ráðuneytisins er skjal sem samið var af fyrirtækinu og ráðuneytið leggur það tiltölulega lítið breytt í hendur vinnsluaðila, sérstaklega hvað lagatextann varðar,“ segir Gunnar. „Þetta er sennilega óvenjulegt og örugglega óheppilegt. Það hefði verið eðlilegra ef ráðuneytið hefði samið erindisbréf fyrir einhvern starfshóp um það hvað ætti að koma út úr vinnunni sem lýsti pólitískri forgangsröðun og þeim kröfum sem væru gerðar til þeirrar vinnu, frekar en að gera einhverja tillögu frá fyrirtæki sem á verulegra hagsmuna að gæta að útgangspunkti.“ Gunnar segir ekkert óeðlilegt við það þegar ráðuneyti taka upp ákveðin mál fyrir tilstilli hagsmunaaðila. „Það sem er einkennilegt í þessu máli er að fyrirtækið semur tilbúið frumvarp, en ég kann engin önnur dæmi um slíkt.“ Gunnar segir íslensk ráðuneyti þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við faglegan undirbúning frumvarpa. Þar þurfi að vanda betur til bæði upplýsingaöflunar og mótunar þeirra valkosta sem taka á afstöðu til. Slík vinna er að hans sögn mun frumstæðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. „Til þess að við almennir borgarar getum treyst þeim ákvörðunum sem teknar eru í samstarfi ríkisstjórnar og Alþingis þarf undirbúningsvinnan að vera vönduð og það er hlutverk ráðuneytanna að hafa forystu um það,“ segir Gunnar.Samanburðurinn Þegar drög ráðuneytisins voru borin saman við tillöguskjal Carbon Recycling International (CRI) var notað forrit sem mælir hlutfall breytts texta. Þá kom í ljós að drög ráðuneytisins breyttust um 25 prósent miðað við tillöguskjal CRI. Lagatexti ráðuneytisins innihélt minni breytingar, eða 14,6 prósent, sem þýðir að ráðuneytið hefur sent þann hluta frá sér með litlum breytingum. Greinargerð frumvarpsins breyttist meira frá tillögum fyrirtækisins, eða um 29 prósent. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
„Ráðuneytin virðast vera svo lítil og veikburða og undir það miklu álagi af ýmsu tagi að þau hafa í raun og veru mjög veikar forsendur til að leiða stefnumótunarvinnu á sambærilegan hátt og ráðuneyti gera í nágrannalöndum okkar. Þess vegna verða þau berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu tagi,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Ýtarlegur samanburður hans og Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings staðfestir að fyrstu drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að lagafrumvarpi sem á að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum voru að stórum hluta skrifuð af hagsmunaaðilanum Carbon Recycling International. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið 29. nóvember síðastliðinn. Þá kom fram að Carbon Recycling hafði frumkvæði að því að senda ráðuneytinu skjal sem innihélt tillögu að lagafrumvarpinu, en fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. „Samanburðurinn sýnir að útgangspunkturinn í drögum ráðuneytisins er skjal sem samið var af fyrirtækinu og ráðuneytið leggur það tiltölulega lítið breytt í hendur vinnsluaðila, sérstaklega hvað lagatextann varðar,“ segir Gunnar. „Þetta er sennilega óvenjulegt og örugglega óheppilegt. Það hefði verið eðlilegra ef ráðuneytið hefði samið erindisbréf fyrir einhvern starfshóp um það hvað ætti að koma út úr vinnunni sem lýsti pólitískri forgangsröðun og þeim kröfum sem væru gerðar til þeirrar vinnu, frekar en að gera einhverja tillögu frá fyrirtæki sem á verulegra hagsmuna að gæta að útgangspunkti.“ Gunnar segir ekkert óeðlilegt við það þegar ráðuneyti taka upp ákveðin mál fyrir tilstilli hagsmunaaðila. „Það sem er einkennilegt í þessu máli er að fyrirtækið semur tilbúið frumvarp, en ég kann engin önnur dæmi um slíkt.“ Gunnar segir íslensk ráðuneyti þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við faglegan undirbúning frumvarpa. Þar þurfi að vanda betur til bæði upplýsingaöflunar og mótunar þeirra valkosta sem taka á afstöðu til. Slík vinna er að hans sögn mun frumstæðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. „Til þess að við almennir borgarar getum treyst þeim ákvörðunum sem teknar eru í samstarfi ríkisstjórnar og Alþingis þarf undirbúningsvinnan að vera vönduð og það er hlutverk ráðuneytanna að hafa forystu um það,“ segir Gunnar.Samanburðurinn Þegar drög ráðuneytisins voru borin saman við tillöguskjal Carbon Recycling International (CRI) var notað forrit sem mælir hlutfall breytts texta. Þá kom í ljós að drög ráðuneytisins breyttust um 25 prósent miðað við tillöguskjal CRI. Lagatexti ráðuneytisins innihélt minni breytingar, eða 14,6 prósent, sem þýðir að ráðuneytið hefur sent þann hluta frá sér með litlum breytingum. Greinargerð frumvarpsins breyttist meira frá tillögum fyrirtækisins, eða um 29 prósent.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira