Ráðherrar úthluta tugum milljóna í eigin kjördæmi 28. október 2009 20:13 Núverandi ríkisstjórn. Frá bankahruninu hafa setið þrjár ríkisstjórnir. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, minnihlutastjórn Samfylkingar og VG og núverandi meirihlutastjórn sömu flokka. Mynd/Valgarður Gíslason Þrátt fyrir mikinn halla í ríkisrekstri úthluta einstakir ráðherrar enn til tónleikahalds og íþróttafélaga í heimabæjum og kjördæmum sínum. Frá bankahruninu hafa ráðherrar úthlutað rúmum 80 milljónum sem hluta af ráðstöfunarfé sínu. Oftar en ekki virðast þessar úthlutanir lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Ráðstöfunarfé ráðherra hefur verið liður á fjárlögum til fjölda ára og ætlað að bregðast við óvæntum útgjöldum. Frá aldamótum hafa ráðherra úthlutað tæplega 800 milljónum króna í ýmis verkefni. Í þættinum var meðal annars fjallað um úthlutanir Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Kristjáns Möller, samgönguráðherra. Tekið var sem dæmi 500 þúsund krónu styrkur Jóns til Háskólans á Hólum en þar var hann eitt sinn rektor. Frá bankahruninu hefur Kristján úthlutað 4,6 milljónum og hefur helmingurinn farið í kjördæmi hans, Norðausturkjördæmi. Fram kom að kórtónleikar hafi verið fyrirferðamiklir í styrkveitingum hans. Þá fékk grunnskólinn á Siglufirði styrk til að taka þátt í Skólahreysti og presturinn í bæjarfélaginu fékk auk þess 200 þúsund krónur í styrk frá ráðuneytinu vegna mastersritgerðar. Í þá fimm mánuði sem Árni Mathiesen starfaði sem fjármálaráðherra eftir hrunið fóru nánast allar úthlutanir hans til verkefna í Suðurkjördæmi. Þá kom fram í umfjöllun Kastljóss að hvorki Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, né Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafa nýtt sér liðinn ráðstöfunarfé ráðherra eftir að þau tóku við embættum sínum fyrr á þessu ári. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn halla í ríkisrekstri úthluta einstakir ráðherrar enn til tónleikahalds og íþróttafélaga í heimabæjum og kjördæmum sínum. Frá bankahruninu hafa ráðherrar úthlutað rúmum 80 milljónum sem hluta af ráðstöfunarfé sínu. Oftar en ekki virðast þessar úthlutanir lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Ráðstöfunarfé ráðherra hefur verið liður á fjárlögum til fjölda ára og ætlað að bregðast við óvæntum útgjöldum. Frá aldamótum hafa ráðherra úthlutað tæplega 800 milljónum króna í ýmis verkefni. Í þættinum var meðal annars fjallað um úthlutanir Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Kristjáns Möller, samgönguráðherra. Tekið var sem dæmi 500 þúsund krónu styrkur Jóns til Háskólans á Hólum en þar var hann eitt sinn rektor. Frá bankahruninu hefur Kristján úthlutað 4,6 milljónum og hefur helmingurinn farið í kjördæmi hans, Norðausturkjördæmi. Fram kom að kórtónleikar hafi verið fyrirferðamiklir í styrkveitingum hans. Þá fékk grunnskólinn á Siglufirði styrk til að taka þátt í Skólahreysti og presturinn í bæjarfélaginu fékk auk þess 200 þúsund krónur í styrk frá ráðuneytinu vegna mastersritgerðar. Í þá fimm mánuði sem Árni Mathiesen starfaði sem fjármálaráðherra eftir hrunið fóru nánast allar úthlutanir hans til verkefna í Suðurkjördæmi. Þá kom fram í umfjöllun Kastljóss að hvorki Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, né Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafa nýtt sér liðinn ráðstöfunarfé ráðherra eftir að þau tóku við embættum sínum fyrr á þessu ári.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira