Lífið

Ráðgátan um Utangarðsmenn á ensku telst nú leyst

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jónatan Garðarsson
Jónatan Garðarsson vísir/vilhelm
Sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar var sennilega ekki jafn sjaldgæf og útlit var fyrir. Nú hefur komið í ljós að platan Radioactive með The Outsiders kom út í um þúsund eintökum í Skandinavíu. Drengirnir í Bítinu á Bylgjunni heyrðu í Jónatan Garðarssyni í morgunn.

„Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé prufupressa sem Gunni hefur fundið eða hvort þetta sé platan sem kom út,“ segir Jónatan. Hann segir að maður að nafni Arnar Hákonarson hafi verið með fyrirtæki úti í Svíþjóð sem gaf út bæði Geislavirka og plötur með Þeyr.

Þegar þetta er borið undir Steinar Berg segir hann að þetta stemmi allt saman. „Hann gaf plötuna út en sendi prufupressur hingað heim. Þetta er ein þeirra. Mig grunar að hún hafi verið spiluð upp í Hollywood.“ Hann segir að Geislavirkir hafi komið út 1980 og í byrjun árs 1981 hafi upptökur á ensku útgáfunni farið fram. Um vorið fór hljómsveitin úr og upp úr flosnaði í nóvember sama ár.

„Við gáfum út litla plötu sem heitir í upphafi skildi endinn skoða og á henni voru nokkrar af þessum ensku upptökum. En þá voru þeir bara hættir.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×