Innlent

Raddir fólksins biðja borgina um aðstoð

Frá mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli nýverið.
Frá mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli nýverið.

Raddir fólksins vilja að Reykjavíkurborg aðstoði samtökin og hafa farið fram á að borgin útvegi þeim húsnæði til fundarhalda og skrifstofustarfssemi. Raddir fólksins eru samtök aðila sem hafa staðið að mótmælafundum á Austurvelli á laugardögum undanfarnar vikur.

,,Ég tel að við eigum rétt á þessari aðstoð því við eigum jú einnig í borginni," segir Hörður Torfason einn af forsvarsmönnum samtakanna. Mikil og stöðuga vinna er á bak við skipulag fundahaldanna á Austurvelli, að sögn Harðar.

Hörður ritaði í gær Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, og öllum borgarfulltrúum bréf þess efnis. Enn sem komið eru Dagur B. Eggertsson og Ólafur F. Magnússon þeir einu sem hafa svarað bréfinu. Hörður á þó von á því fleiri borgarfulltrúar muni svara erindinu en borgarstjórn kemur næst saman á þriðjudaginn eftir helgi.

Sem fyrr standa Raddir fólksins fyrir mótmælafundi á Austurvelli á laugardaginn og hefjst þau klukkan 15. Ræðumenn verða: Sindri Viðarsson sagnfræðinemi, Katrín Oddsdóttir laganemi og Gerður Pálma atvinnurekandi frá Hollandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×