Innlent

Raddir fólksins á Austurvelli í dag

Hörður Torfason er fundarstjóri á mótmælum í dag.
Hörður Torfason er fundarstjóri á mótmælum í dag. Mynd/Anton Brink

Samtökin Raddir fólksins undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu standa fyrir útifundi á Austurvelli í dag klukkan þrjú. Þetta er þrítugasti fundurinn sem samtökin standa fyrir.

Kröfur samtakanna eru að Icesave samningurinn verði stöðvaður og að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum. Þá mótmæla samtökin sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja.

Ræðumenn dagsins eru Andrea Ólafsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum heimilanna og Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×