Innlent

Prýðileg veðurspá fyrir 17. júní

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Það er mikið um dýrðir í miðbænum á 17. júní.
Það er mikið um dýrðir í miðbænum á 17. júní.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17 júní, verður haldin hátíðlegur á morgun. Fjölbreytt dagskrá verður um land allt í tilefni dagsins og veðrið lítur prýðilega út.

Það verður af nógu að taka á höfuðborgarsvæðinu á morgun eins og venjulega á þessum hátíðisdegi. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins verður sett á Austurvelli klukkan ellefu. Þar mun Ólafur Raganar Grímsson leggja blómsveig frá þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar.

Þá fara tvær skrúðgöngur af stað klukkan eitt, ein frá Hlemmi og önnur frá hagatorgi. Eftir það hefst fjölbreytt dagskrá í Hljómskólagarðinum, á Arnarhóli og í Hörpu þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.Seinni partinn verður haldið harmonikkuball í Ráðhúsinu og dansleikur á Ingólfstorgi auk fjölda tónleika um allan bæ.

Veðrið lítur ágætlega út, en það verður skýjað og þurrt á suður og vesturlandi um hádegisleytið og hiti í kringum 12 stig. Það mun þó þykkna upp þegar líður á kvöldið og góðar líkur eru á skúrum hér og þar. Það verður hlýjast fyrir norðan, en þar getur fólk búist við 16 stiga hita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×