Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa Eva Bjarnadóttir skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Frambjóðendur voru valdir á framboðslista síðasta vor með ólíkum aðferðum en jafngóðum árangri. Mynd/Pjetur Ný rannsókn á íslenskum prófkjörum leiðir í ljós að þau hafa ekki slæm áhrif á möguleika kvenna og ungs fólks til að komast til áhrifa. Lengi hefur verið deilt um ágæti prófkjara, en þetta er í fyrsta sinn sem áhrif þeirra á kosningar eru rannsökuð með jafn ítarlegum hætti. Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa notast við prófkjör í mun meiri mæli en þekkist annars staðar og gefa íslensk prófkjör því einstakt tækifæri til að skoða áhrif prófkjara á útkomu kosninga. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, og Indriði H. Indriðason, dósent við Háskólann í Kaliforníu, stóðu að rannsókninni og tóku þar fyrir íslensk prófkjör frá upphafi. Því hefur verið haldið fram að prófkjör leiði síður til þess að konur og ungt fólk komist til áhrifa. Niðurstöður rannsóknar Gunnars Helga og Indriða benda hins vegar til þess að það sé rangt. Konum gangi ekki verr en körlum og nái jafnvel oftar markmiðum sínum í baráttu um önnur sæti en það efsta. Konur nái hins vegar síður árangri við að ná fyrsta sæti á lista heldur en karlar. Það hefur þó ekki áhrif á heildarárangur þeirra við að ná þingsætum. Samanburður á ólíkum aðferðum við val á framboðslista sýnir að prófkjör virðast frekar leiða til þess að konur vinni þingsæti heldur en aðrar aðferðir. Þau leiða hins vegar síður til þess að konur fái sæti sem fyrirfram er líklegt að leiði til þingsætis. Samkvæmt Gunnari Helga og Indriða væri ein leið til þess að túlka þá niðurstöðu að þegar flokkarnir velja sjálfir á framboðslista sína með flokksvali eða uppstillingarnefnd, eru konur síður líklegar til þess að fá sæti á lista sem leiðir til þingsætis. Þær eru hins vegar líklegri til að fá sæti sem leiðir næstum því til þingsætis, nema ef flokkur þeirra vinnur óvæntan kosningasigur. Sömu sögu er að segja um áhrif prófkjara á möguleika ungs fólks til áhrifa. Kjörnir fulltrúar eru að jafnaði fimm árum yngri þar sem haldin eru prófkjör samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Prófkjör virðast því opna möguleika yngri frambjóðenda á að fá aukinn stuðning. Ef til vill vegna þess að auðveldara sé að fá þátttakendur í prófkjörum til þess að svara ákalli um nýtt blóð, heldur en þá sem stýra stjórnmálaflokkunum. „Meginniðurstaðan sýnir ekki fram á þau neikvæðu áhrif sem hefur verið haldið fram. Stundum eru áhrifin lítil eða engin, en allt tal um að prófkjör leiði til skelfilegrar niðurstöðu stenst ekki skoðun,“ segir Gunnar Helgi. Skýringanna á því að færri konur hljóti þingsæti en karlar sé því ekki að leita í prófkjörsaðferðinni. Frekar ætti að líta til þess að konur hafa að jafnaði verið um 35 prósent þátttakenda í prófkjörum síðastliðin tuttugu ár og til annarra aðferða flokka við val á lista. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Ný rannsókn á íslenskum prófkjörum leiðir í ljós að þau hafa ekki slæm áhrif á möguleika kvenna og ungs fólks til að komast til áhrifa. Lengi hefur verið deilt um ágæti prófkjara, en þetta er í fyrsta sinn sem áhrif þeirra á kosningar eru rannsökuð með jafn ítarlegum hætti. Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa notast við prófkjör í mun meiri mæli en þekkist annars staðar og gefa íslensk prófkjör því einstakt tækifæri til að skoða áhrif prófkjara á útkomu kosninga. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, og Indriði H. Indriðason, dósent við Háskólann í Kaliforníu, stóðu að rannsókninni og tóku þar fyrir íslensk prófkjör frá upphafi. Því hefur verið haldið fram að prófkjör leiði síður til þess að konur og ungt fólk komist til áhrifa. Niðurstöður rannsóknar Gunnars Helga og Indriða benda hins vegar til þess að það sé rangt. Konum gangi ekki verr en körlum og nái jafnvel oftar markmiðum sínum í baráttu um önnur sæti en það efsta. Konur nái hins vegar síður árangri við að ná fyrsta sæti á lista heldur en karlar. Það hefur þó ekki áhrif á heildarárangur þeirra við að ná þingsætum. Samanburður á ólíkum aðferðum við val á framboðslista sýnir að prófkjör virðast frekar leiða til þess að konur vinni þingsæti heldur en aðrar aðferðir. Þau leiða hins vegar síður til þess að konur fái sæti sem fyrirfram er líklegt að leiði til þingsætis. Samkvæmt Gunnari Helga og Indriða væri ein leið til þess að túlka þá niðurstöðu að þegar flokkarnir velja sjálfir á framboðslista sína með flokksvali eða uppstillingarnefnd, eru konur síður líklegar til þess að fá sæti á lista sem leiðir til þingsætis. Þær eru hins vegar líklegri til að fá sæti sem leiðir næstum því til þingsætis, nema ef flokkur þeirra vinnur óvæntan kosningasigur. Sömu sögu er að segja um áhrif prófkjara á möguleika ungs fólks til áhrifa. Kjörnir fulltrúar eru að jafnaði fimm árum yngri þar sem haldin eru prófkjör samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Prófkjör virðast því opna möguleika yngri frambjóðenda á að fá aukinn stuðning. Ef til vill vegna þess að auðveldara sé að fá þátttakendur í prófkjörum til þess að svara ákalli um nýtt blóð, heldur en þá sem stýra stjórnmálaflokkunum. „Meginniðurstaðan sýnir ekki fram á þau neikvæðu áhrif sem hefur verið haldið fram. Stundum eru áhrifin lítil eða engin, en allt tal um að prófkjör leiði til skelfilegrar niðurstöðu stenst ekki skoðun,“ segir Gunnar Helgi. Skýringanna á því að færri konur hljóti þingsæti en karlar sé því ekki að leita í prófkjörsaðferðinni. Frekar ætti að líta til þess að konur hafa að jafnaði verið um 35 prósent þátttakenda í prófkjörum síðastliðin tuttugu ár og til annarra aðferða flokka við val á lista.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira