Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa Eva Bjarnadóttir skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Frambjóðendur voru valdir á framboðslista síðasta vor með ólíkum aðferðum en jafngóðum árangri. Mynd/Pjetur Ný rannsókn á íslenskum prófkjörum leiðir í ljós að þau hafa ekki slæm áhrif á möguleika kvenna og ungs fólks til að komast til áhrifa. Lengi hefur verið deilt um ágæti prófkjara, en þetta er í fyrsta sinn sem áhrif þeirra á kosningar eru rannsökuð með jafn ítarlegum hætti. Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa notast við prófkjör í mun meiri mæli en þekkist annars staðar og gefa íslensk prófkjör því einstakt tækifæri til að skoða áhrif prófkjara á útkomu kosninga. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, og Indriði H. Indriðason, dósent við Háskólann í Kaliforníu, stóðu að rannsókninni og tóku þar fyrir íslensk prófkjör frá upphafi. Því hefur verið haldið fram að prófkjör leiði síður til þess að konur og ungt fólk komist til áhrifa. Niðurstöður rannsóknar Gunnars Helga og Indriða benda hins vegar til þess að það sé rangt. Konum gangi ekki verr en körlum og nái jafnvel oftar markmiðum sínum í baráttu um önnur sæti en það efsta. Konur nái hins vegar síður árangri við að ná fyrsta sæti á lista heldur en karlar. Það hefur þó ekki áhrif á heildarárangur þeirra við að ná þingsætum. Samanburður á ólíkum aðferðum við val á framboðslista sýnir að prófkjör virðast frekar leiða til þess að konur vinni þingsæti heldur en aðrar aðferðir. Þau leiða hins vegar síður til þess að konur fái sæti sem fyrirfram er líklegt að leiði til þingsætis. Samkvæmt Gunnari Helga og Indriða væri ein leið til þess að túlka þá niðurstöðu að þegar flokkarnir velja sjálfir á framboðslista sína með flokksvali eða uppstillingarnefnd, eru konur síður líklegar til þess að fá sæti á lista sem leiðir til þingsætis. Þær eru hins vegar líklegri til að fá sæti sem leiðir næstum því til þingsætis, nema ef flokkur þeirra vinnur óvæntan kosningasigur. Sömu sögu er að segja um áhrif prófkjara á möguleika ungs fólks til áhrifa. Kjörnir fulltrúar eru að jafnaði fimm árum yngri þar sem haldin eru prófkjör samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Prófkjör virðast því opna möguleika yngri frambjóðenda á að fá aukinn stuðning. Ef til vill vegna þess að auðveldara sé að fá þátttakendur í prófkjörum til þess að svara ákalli um nýtt blóð, heldur en þá sem stýra stjórnmálaflokkunum. „Meginniðurstaðan sýnir ekki fram á þau neikvæðu áhrif sem hefur verið haldið fram. Stundum eru áhrifin lítil eða engin, en allt tal um að prófkjör leiði til skelfilegrar niðurstöðu stenst ekki skoðun,“ segir Gunnar Helgi. Skýringanna á því að færri konur hljóti þingsæti en karlar sé því ekki að leita í prófkjörsaðferðinni. Frekar ætti að líta til þess að konur hafa að jafnaði verið um 35 prósent þátttakenda í prófkjörum síðastliðin tuttugu ár og til annarra aðferða flokka við val á lista. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ný rannsókn á íslenskum prófkjörum leiðir í ljós að þau hafa ekki slæm áhrif á möguleika kvenna og ungs fólks til að komast til áhrifa. Lengi hefur verið deilt um ágæti prófkjara, en þetta er í fyrsta sinn sem áhrif þeirra á kosningar eru rannsökuð með jafn ítarlegum hætti. Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa notast við prófkjör í mun meiri mæli en þekkist annars staðar og gefa íslensk prófkjör því einstakt tækifæri til að skoða áhrif prófkjara á útkomu kosninga. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, og Indriði H. Indriðason, dósent við Háskólann í Kaliforníu, stóðu að rannsókninni og tóku þar fyrir íslensk prófkjör frá upphafi. Því hefur verið haldið fram að prófkjör leiði síður til þess að konur og ungt fólk komist til áhrifa. Niðurstöður rannsóknar Gunnars Helga og Indriða benda hins vegar til þess að það sé rangt. Konum gangi ekki verr en körlum og nái jafnvel oftar markmiðum sínum í baráttu um önnur sæti en það efsta. Konur nái hins vegar síður árangri við að ná fyrsta sæti á lista heldur en karlar. Það hefur þó ekki áhrif á heildarárangur þeirra við að ná þingsætum. Samanburður á ólíkum aðferðum við val á framboðslista sýnir að prófkjör virðast frekar leiða til þess að konur vinni þingsæti heldur en aðrar aðferðir. Þau leiða hins vegar síður til þess að konur fái sæti sem fyrirfram er líklegt að leiði til þingsætis. Samkvæmt Gunnari Helga og Indriða væri ein leið til þess að túlka þá niðurstöðu að þegar flokkarnir velja sjálfir á framboðslista sína með flokksvali eða uppstillingarnefnd, eru konur síður líklegar til þess að fá sæti á lista sem leiðir til þingsætis. Þær eru hins vegar líklegri til að fá sæti sem leiðir næstum því til þingsætis, nema ef flokkur þeirra vinnur óvæntan kosningasigur. Sömu sögu er að segja um áhrif prófkjara á möguleika ungs fólks til áhrifa. Kjörnir fulltrúar eru að jafnaði fimm árum yngri þar sem haldin eru prófkjör samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Prófkjör virðast því opna möguleika yngri frambjóðenda á að fá aukinn stuðning. Ef til vill vegna þess að auðveldara sé að fá þátttakendur í prófkjörum til þess að svara ákalli um nýtt blóð, heldur en þá sem stýra stjórnmálaflokkunum. „Meginniðurstaðan sýnir ekki fram á þau neikvæðu áhrif sem hefur verið haldið fram. Stundum eru áhrifin lítil eða engin, en allt tal um að prófkjör leiði til skelfilegrar niðurstöðu stenst ekki skoðun,“ segir Gunnar Helgi. Skýringanna á því að færri konur hljóti þingsæti en karlar sé því ekki að leita í prófkjörsaðferðinni. Frekar ætti að líta til þess að konur hafa að jafnaði verið um 35 prósent þátttakenda í prófkjörum síðastliðin tuttugu ár og til annarra aðferða flokka við val á lista.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira