Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2014 17:04 Tríóið FLEY. Egill Benedikt, píanisti lengst til hægri, er prófessor og hefur sem slíkum verið bannað af Háskóla Íslands að spila á skemmtiferðaskipum. Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við jazzpíanóleik og kemur meðal annars fram nú um helgina með FLEY-tríóinu sem heldur tónleika í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík nú á sunnudaginn klukkan 16:30. Meðlimir ásamt Agli eru Gunnar Hrafnsson bassi og Kjartan Guðnason, trommur. Tónleikarnir bera yfirskriftina: “Fram á FLEY-iferð”. Jazztríóið FLEY hefur leikið saman á sjó og landi, meðal annars um nokkurra vikna skeið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Egill segist segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig í smáatriðum um málið, né hver skrifar undir bréfið. „En, ég er með bréf í höndum frá yfirmönnum háskólans þar sem mér er bannað að stunda píanóleik í atvinnuskyni þar sem það samræmist ekki stöðu minni sem prófessors. Bann þetta er um ótiltekinn tíma, óháð stað og stund. Ég má líklega spila á landi. Það er ekki tiltekið sérstaklega,“ segir Egill. Egill Benedikt segir ekki mjög langt um liðið síðan honum barst þetta bréf. „Ég er að leita ráða hjá mínum lögfræðingi og vil kannski ekki tjá mig um þetta að sinni en ég get sagt að þetta er á vegum rektors. Bað um leyfi til að spila og fékk þá þetta bann. Það var fulltrúi á vegum rektors. Meira get ég ekki sagt að sinni,“ segir Egill sem telur þetta bréf og þetta bann ekki ná nokkurri átt. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við jazzpíanóleik og kemur meðal annars fram nú um helgina með FLEY-tríóinu sem heldur tónleika í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík nú á sunnudaginn klukkan 16:30. Meðlimir ásamt Agli eru Gunnar Hrafnsson bassi og Kjartan Guðnason, trommur. Tónleikarnir bera yfirskriftina: “Fram á FLEY-iferð”. Jazztríóið FLEY hefur leikið saman á sjó og landi, meðal annars um nokkurra vikna skeið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Egill segist segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig í smáatriðum um málið, né hver skrifar undir bréfið. „En, ég er með bréf í höndum frá yfirmönnum háskólans þar sem mér er bannað að stunda píanóleik í atvinnuskyni þar sem það samræmist ekki stöðu minni sem prófessors. Bann þetta er um ótiltekinn tíma, óháð stað og stund. Ég má líklega spila á landi. Það er ekki tiltekið sérstaklega,“ segir Egill. Egill Benedikt segir ekki mjög langt um liðið síðan honum barst þetta bréf. „Ég er að leita ráða hjá mínum lögfræðingi og vil kannski ekki tjá mig um þetta að sinni en ég get sagt að þetta er á vegum rektors. Bað um leyfi til að spila og fékk þá þetta bann. Það var fulltrúi á vegum rektors. Meira get ég ekki sagt að sinni,“ segir Egill sem telur þetta bréf og þetta bann ekki ná nokkurri átt.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira