Prófar sig áfram í öðrum listformum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. apríl 2016 09:00 Halla Ólafsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Under Influence. Vísir/Stefán Leikstjóri myndarinnar, Sidney Leoni, bauð mér hlutverkið, en við höfum unnið mikið saman í gegn um tíðina þar sem hann starfar líka sem dansari og danshöfundur,“ segir Halla Ólafsdóttir danshöfundur en hún leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni Under Influence sem er um þessar mundir í sýningu í Svíþjóð og Belgíu. Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi árið 2010 en hefur þróast mikið sem listamaður og nýtur þess að prófa sig áfram í öðrum listformum. „Það var æðislegt að prófa að vera leikkona en sem dansari og listamaður hef ég mikinn áhuga á að þróa alls konar leiðir til að koma fram. Þar er mjög gaman að fá lánað frá öðrum listformum því það getur svo sannarlega víkkað hugtakið dans og kóreógrafíu,“ segir Halla. Meginþráður myndarinnar er leikur á milli raunveruleikans og skáldskapar. Halla fer með hlutverk Juliu Gordon, en hún er leikkona sem leikur leikkonu. Halla í hlutverki sínu í kvikmyndinni Under Influence. Mynd/Thomas Cartron„Það var frábær reynsla að taka þátt í myndinni, þetta var mikið kapp við náttúruna þar sem birtan og veðrið leika stóran þátt í myndinni. Ég leik leikkonu sem er að leika leikkonu. Í myndinni er hún að vinna að mynd sem heitir Begin Kate Winslet. Það er óhætt að segja að þetta er eins konar leikur milli raunveruleika og draumaheims,” segir Halla en myndin er sýnd í leikhúsum í Svíþjóð og kvikmyndahúsum í Belgíu. „Framleiðendur eru svo að vinna að því að koma henni inn á kvikmyndahátíðir,“ segir Halla og bætir við að mikið gæðafólk hafi komið að myndinni. Framundan er nóg um að vera hjá Höllu en hún er stödd hér á landinu sem stendur og vinnur að nýju dansverki fyrir Íslenska dansflokkinn. „Núna er ég að semja dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn ásamt Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, verkið heitir What a Feeling og verður frumsýnt 4. maí næstkomandi í Borgarleikhúsinu,” segir Halla en næsta mánuðinn mun hún flakka á milli Íslands og Svíþjóðar. “Ég er líka að sýna verkið Medeu. Sýningin hefur slegið í gegn og núna erum við að fara í sýningaferðalag víðsvegar um Svíþjóð,“ segir Halla. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl. Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira
Leikstjóri myndarinnar, Sidney Leoni, bauð mér hlutverkið, en við höfum unnið mikið saman í gegn um tíðina þar sem hann starfar líka sem dansari og danshöfundur,“ segir Halla Ólafsdóttir danshöfundur en hún leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni Under Influence sem er um þessar mundir í sýningu í Svíþjóð og Belgíu. Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi árið 2010 en hefur þróast mikið sem listamaður og nýtur þess að prófa sig áfram í öðrum listformum. „Það var æðislegt að prófa að vera leikkona en sem dansari og listamaður hef ég mikinn áhuga á að þróa alls konar leiðir til að koma fram. Þar er mjög gaman að fá lánað frá öðrum listformum því það getur svo sannarlega víkkað hugtakið dans og kóreógrafíu,“ segir Halla. Meginþráður myndarinnar er leikur á milli raunveruleikans og skáldskapar. Halla fer með hlutverk Juliu Gordon, en hún er leikkona sem leikur leikkonu. Halla í hlutverki sínu í kvikmyndinni Under Influence. Mynd/Thomas Cartron„Það var frábær reynsla að taka þátt í myndinni, þetta var mikið kapp við náttúruna þar sem birtan og veðrið leika stóran þátt í myndinni. Ég leik leikkonu sem er að leika leikkonu. Í myndinni er hún að vinna að mynd sem heitir Begin Kate Winslet. Það er óhætt að segja að þetta er eins konar leikur milli raunveruleika og draumaheims,” segir Halla en myndin er sýnd í leikhúsum í Svíþjóð og kvikmyndahúsum í Belgíu. „Framleiðendur eru svo að vinna að því að koma henni inn á kvikmyndahátíðir,“ segir Halla og bætir við að mikið gæðafólk hafi komið að myndinni. Framundan er nóg um að vera hjá Höllu en hún er stödd hér á landinu sem stendur og vinnur að nýju dansverki fyrir Íslenska dansflokkinn. „Núna er ég að semja dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn ásamt Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, verkið heitir What a Feeling og verður frumsýnt 4. maí næstkomandi í Borgarleikhúsinu,” segir Halla en næsta mánuðinn mun hún flakka á milli Íslands og Svíþjóðar. “Ég er líka að sýna verkið Medeu. Sýningin hefur slegið í gegn og núna erum við að fara í sýningaferðalag víðsvegar um Svíþjóð,“ segir Halla. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl.
Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira