Prófar sig áfram í öðrum listformum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. apríl 2016 09:00 Halla Ólafsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Under Influence. Vísir/Stefán Leikstjóri myndarinnar, Sidney Leoni, bauð mér hlutverkið, en við höfum unnið mikið saman í gegn um tíðina þar sem hann starfar líka sem dansari og danshöfundur,“ segir Halla Ólafsdóttir danshöfundur en hún leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni Under Influence sem er um þessar mundir í sýningu í Svíþjóð og Belgíu. Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi árið 2010 en hefur þróast mikið sem listamaður og nýtur þess að prófa sig áfram í öðrum listformum. „Það var æðislegt að prófa að vera leikkona en sem dansari og listamaður hef ég mikinn áhuga á að þróa alls konar leiðir til að koma fram. Þar er mjög gaman að fá lánað frá öðrum listformum því það getur svo sannarlega víkkað hugtakið dans og kóreógrafíu,“ segir Halla. Meginþráður myndarinnar er leikur á milli raunveruleikans og skáldskapar. Halla fer með hlutverk Juliu Gordon, en hún er leikkona sem leikur leikkonu. Halla í hlutverki sínu í kvikmyndinni Under Influence. Mynd/Thomas Cartron„Það var frábær reynsla að taka þátt í myndinni, þetta var mikið kapp við náttúruna þar sem birtan og veðrið leika stóran þátt í myndinni. Ég leik leikkonu sem er að leika leikkonu. Í myndinni er hún að vinna að mynd sem heitir Begin Kate Winslet. Það er óhætt að segja að þetta er eins konar leikur milli raunveruleika og draumaheims,” segir Halla en myndin er sýnd í leikhúsum í Svíþjóð og kvikmyndahúsum í Belgíu. „Framleiðendur eru svo að vinna að því að koma henni inn á kvikmyndahátíðir,“ segir Halla og bætir við að mikið gæðafólk hafi komið að myndinni. Framundan er nóg um að vera hjá Höllu en hún er stödd hér á landinu sem stendur og vinnur að nýju dansverki fyrir Íslenska dansflokkinn. „Núna er ég að semja dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn ásamt Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, verkið heitir What a Feeling og verður frumsýnt 4. maí næstkomandi í Borgarleikhúsinu,” segir Halla en næsta mánuðinn mun hún flakka á milli Íslands og Svíþjóðar. “Ég er líka að sýna verkið Medeu. Sýningin hefur slegið í gegn og núna erum við að fara í sýningaferðalag víðsvegar um Svíþjóð,“ segir Halla. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl. Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Fleiri fréttir „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Sjá meira
Leikstjóri myndarinnar, Sidney Leoni, bauð mér hlutverkið, en við höfum unnið mikið saman í gegn um tíðina þar sem hann starfar líka sem dansari og danshöfundur,“ segir Halla Ólafsdóttir danshöfundur en hún leikur aðalhlutverk í kvikmyndinni Under Influence sem er um þessar mundir í sýningu í Svíþjóð og Belgíu. Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi árið 2010 en hefur þróast mikið sem listamaður og nýtur þess að prófa sig áfram í öðrum listformum. „Það var æðislegt að prófa að vera leikkona en sem dansari og listamaður hef ég mikinn áhuga á að þróa alls konar leiðir til að koma fram. Þar er mjög gaman að fá lánað frá öðrum listformum því það getur svo sannarlega víkkað hugtakið dans og kóreógrafíu,“ segir Halla. Meginþráður myndarinnar er leikur á milli raunveruleikans og skáldskapar. Halla fer með hlutverk Juliu Gordon, en hún er leikkona sem leikur leikkonu. Halla í hlutverki sínu í kvikmyndinni Under Influence. Mynd/Thomas Cartron„Það var frábær reynsla að taka þátt í myndinni, þetta var mikið kapp við náttúruna þar sem birtan og veðrið leika stóran þátt í myndinni. Ég leik leikkonu sem er að leika leikkonu. Í myndinni er hún að vinna að mynd sem heitir Begin Kate Winslet. Það er óhætt að segja að þetta er eins konar leikur milli raunveruleika og draumaheims,” segir Halla en myndin er sýnd í leikhúsum í Svíþjóð og kvikmyndahúsum í Belgíu. „Framleiðendur eru svo að vinna að því að koma henni inn á kvikmyndahátíðir,“ segir Halla og bætir við að mikið gæðafólk hafi komið að myndinni. Framundan er nóg um að vera hjá Höllu en hún er stödd hér á landinu sem stendur og vinnur að nýju dansverki fyrir Íslenska dansflokkinn. „Núna er ég að semja dansverk fyrir Íslenska dansflokkinn ásamt Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, verkið heitir What a Feeling og verður frumsýnt 4. maí næstkomandi í Borgarleikhúsinu,” segir Halla en næsta mánuðinn mun hún flakka á milli Íslands og Svíþjóðar. “Ég er líka að sýna verkið Medeu. Sýningin hefur slegið í gegn og núna erum við að fara í sýningaferðalag víðsvegar um Svíþjóð,“ segir Halla. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl.
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Fleiri fréttir „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Sjá meira