Erlent

Prófaði salmíak-ofnahreinsiaðferðina: Jósk kona í öndunarvél

Atli Ísleifsson skrifar
Í aðferðinni blandast gasið frá salmíakspírítusnum og vatninu.
Í aðferðinni blandast gasið frá salmíakspírítusnum og vatninu. Mynd/Facebooksíða Elisabeth Thomas Jensen
46 ára kona frá Jótlandi er nú í dái eftir að hafa prófað aðferð til að þrífa ofna sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Norsk kona sagði frá aðferðinni á Facebook-síðu sinni, en hún felst meðal annars í að skilja salmíakspírítus og vatn eftir í heitum ofni yfir nótt og daginn eftir á fitan og óhreinindin að hafa leysts upp sem gerir ofninn mun þægilegri að þrífa.

Sonur konunnar, sem býr í Viborg, segir að móðir sín hafi ákveðið að prófa aðferðina en svo fengið hjartastopp og liggi nú í dái. Í frétt dagens.dk segist hinn tvítugi sonur, David Møller, vilja vara alla við að nýta sér aðferðina.

„Móðir mín hafði tekið skál með vatni og aðra með salmíakspíritus líkt og stendur í leiðbeiningunum. En ég tel að hún hafi andað salmíakspíritusnum að sér því að mikill ódaunn var í eldhúsinu. Það var engin leið að vera þarna inni, segir Møller, sem býr á heimilinu með stjúpföður sínum og móður, sem hann  lýsir sem heilbrigðri konu sem annars aldrei neitt ami að.

Hann lýsir því hvernig móður hans hafi skyndilega liðið mjög illa og byrjað að svitna heiftarlega. Var henni ekið á sjúkrahúsið þar sem hún fékk hjartastopp. „Þar tókst læknum að endurlífga hana. Nú er hún í dái og í öndunarvél.“

Møller segir læknana ekki geta sagt með vissu að salmíakspíritusinn hafi orsakað alvarlegt ástand konunnar. Þó hafi starfsfólk greint Møller frá því að nokkur tilvik hafi komið upp að undanförnu þar sem fólk hafi verið í návígi við salmíakspíritus.

Í fréttinni kemur fram að læknar á sjúkrahúsinu muni gera tilraun til að vekja konuna á morgun. „Það eru góðar líkur á að hún lifi af,“ segir Møller í samtali við dagens.dk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×