Erlent

Prestur svipti sig lífi eftir að hafa viðurkennt misnotkun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Kaþólskur prestur svipti sig lífi í gærmorgun eftir að hafa viðurkennt að hafa beitt 13 ára stúlku kynferðisofbeldi. Presturinn, Maks Suard, hafði hengt sig í kirkjunni Santa Crose í norðurhluta Ítalíu en það var erkibiskupinn Giampaolo Crepaldi sem kom að honum látnum.

Suard er sagður hafa viðurkennt sekt sína fyrir biskupinum og hafði óskað þess að fá tvo daga til að skrifa bænir sínar á miða þar sem hann bað Guð, kaþólsku kirkjuna og fórnarlambið fyrirgefningar.

Málið var til rannsóknar hjá lögreglu og svipta átti prestinn formlega embætti í gærmorgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×