Innlent

Prestastefna: Stuðningur fékkst ekki við ein hjúskaparlög

Rætt var um lagafrumvarp dóms- og mannréttindamálaráðherra um ein hjúskaparlög á prestastefnu sem fram fer í Vídalínskirkju í Garðabæ. Þrjár tillögur voru lagðar fram á fundinum en tillaga um að lýsa stuðningi við frumvarpið var ekki afgreidd.

Sú tillaga var lögð fram af 91 presti og guðfræðingum.

Önnur tillaga var lögð fram á fundinum. Hana flutti séra Geir Waage og hún hljóðaði svo: „Synodus í Vídalínskirkju 27. - 29. apríl árið 2010 beinir því til hins háa Alþingis að létta af prestum Þjóðkirkju Íslands umboði til þess að vera vígslumeni í skilningi hjúskaparlaga."

Að lokum var þriðja tillagan borin upp og eftir miklar umræður var sú tillaga samþykkt með naumindum, eða með 56 atkvæðum gegn 53. Því munaði aðeins þremur atkvæðum á að hún yrði felld.

Sú tillaga hljóðaði svo:

„Synodus haldin í Vídalínskirkju 27. - 29. apríl 2010 samþykkir að vísa framkomnum tillögum og umfjöllun til biskups og kenningarnefndar."

Það þýðir að báðar tillögurnar á undan verða settar í nefnd án sérstakrar niðurstöðu fundarmanna.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×