Innlent

Polli er kominn heim til sín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nú getur páfagaukurinn Polli aftur sest á axlir eigenda sinna.
Nú getur páfagaukurinn Polli aftur sest á axlir eigenda sinna.
Páfagaukurinn Polli, sem lýst var eftir hér á Vísi í vikunni, er kominn heim til sín. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Auður Helgadóttir sendi Vísi. Eftir að Vísir auglýsti eftir gauknum hafði fólk samband við Auði og sagðist hafa séð gaukinn. Eigendunum tókst ekki að handsama hann og voru þeir búnir að telja hann af þegar þeir fengu símtal frá verkfræðingum á Höfða sem höfðu handsamað gaukinn og könnuðust við hann af Vísi. Gaukurinn er því kominn heim til sín í gott yfirlæti.




Tengdar fréttir

Polli er týndur

Dísarpáfagaukurinn okkar, Polli, er týndur. Hann flaug frá Gullsmára 8 í Kópavogi um klukkan 13:00 í dag og sást seinast þegar hann flaug í átt að Garðabæ. Hann er býsna hávær og ef einhver sér hann þá er hann beðinn um að hafa samband við Hrafn Oddsson í síma 8942131 eða lögregluna Meðfylgjandi er mynd af gauknum með einum af eigendum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×