Lífið

Pollapönk fimmtu á svið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Búið er að raða upp keppendum í forkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en hljómsveitin Pollapönk verður númer fimm í röðinni þann 6. maí.

Pollapönk mun flytja lagið Burt með fordóma fyrir Íslands hönd á fyrra undanúrslitakvöldinu.

16 þjóðir taka þátt á fyrra undanúrslitakvöldinu og komast tíu áfram. Alls komast tuttugu lönd áfram úr undanúrslitakvöldunum tveimur en sex þjóðir fara beint í aðalkeppnina.

Bretar, Ítalir, Þjóðverjar, Frakkar, Spánverjar og gestgjafarnir Danir verða meðal  þeirra 26 landa sem taka þátt í keppninni þann 10. maí.


Tengdar fréttir

Óttarr og Bibbi líklega með Pollapönki til Danmerkur

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um það hvort Bibbi í Skálmöld og Óttar Proppé tónlistar- og alþingismaður verði með þegar Pollapönk tekur lagið í Eurovision í Danmörku í vor.

Pollarnir fá aðstoð frá Ham og Skálmöld

Hljómsveitin Pollapönk sem tekur þátt í Eurovision um helgina hefur fengið mikla reynslubolta til að aðstoða sig – þá Óttar Proppé úr Ham og Bibba úr Skálmöld.

Pollapönk fer til Danmerkur

Lagið Enga fordóma fór með sigur af hólmi í söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld.

Barist um farseðilinn til Kaupmannahafnar

Það ræðst í kvöld hvert framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður í maí. Landsmenn sitja límdir við skjáinn og tjá skoðun sína á Twitter undir merkinu #12stig.

Pönk og fönk komust áfram

Lögin Enga fordóma og Þangað til ég dey voru kosin áfram í Söngvakeppni RÚV í gær.

Pollapönk á æfingu

Hljómsveitin Pollapönk undirbýr sig nú fyrir morgundaginn þegar þeir flytja framlag sitt Enga fordóma í undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins eins og sjá má í myndskeiðinu sem tekið var á búningaæfingu með liðsmönnunum sveitarinnar, þeim Heiðari Arnari Kristjánsssyni, Haraldi F. Gíslasyni, Arnari Gíslasyni og Guðna Finnssyni.

Baksviðs með Pollapönk

Meðlimir Pollapönk voru hæstánægðir með að komast áfram upp úr undanúrslitum söngvakeppni sjónvarpsins síðasta laugardag.

RÚV ræður öllu um Eurovision-lagið

Pollapönk ræður ekki á hvaða tungumáli framlag Íslands í Eurovision er. Lokaútgáfan er á ensku og fékk almenningur ekki að heyra þá útgáfu í undankeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×