Pólitísk samstaða um kísilverið í Helguvík Linda Blöndal skrifar 31. maí 2015 19:30 Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka þátt í undirskriftarsöfnun í bænum vegna Thorsils kísilmálmversins sem rísa á í Helguvík en óánægðir íbúar hafa krafist kosninga um málið. Undirbúningur kísilversins er þó kominn vel á veg og enginn fulltrúa flokkanna í stjórn hefur andmælt því.Meirihluta andstaða myndi litlu breytaBæjarráðið hafnaði þó um leið íbúakosningu sem yrði bindandi. Á annað hundrað manns efndu til mótmæla í Reykjanesbæ fyrr í mánuðinum og kröfðust undirskriftasöfnunar og bindandi íbúakosningar. Forsvarsmenn hópsins benda á að kísilverið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Fulltrúi meirihlutans í bæjarráði segir þverpólitíska stöðu í bæjarstjórn. Fjórðungur kosningabærra íbúa, um 2.550 til 3.000 manns, þurfa að skrifa undir svo halda megi kosningu. Gunnar Þórarinsson, sem situr í meirihluta í bæjarráði Reykjanesbæjar fyrir Á-listann, segir að þverpólitísk samstaða sé um málið í bæjarstjórn. Ef nægilega margar undirskriftir safnast og íbúakosning verður haldin þar sem meirihlutinn er andvígur kísilverinu mun það litlu breyta, sagði Gunnar í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Umhverfismatið samþykkt„Ég hef ekki trú á því að það breyti neinu, þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það heldur. Þetta er komið það langt á veg. Við erum búin að samþykkja að kísilverið fái þessa lóð og það er búið að samþykkja umhverfismatið. Þannig að það er bara starfsleyfið eftir sem verður formlega tekið með í kjölfarið þess að við afhendum lóðina,“ segir Gunnar. Höfum ekki vilja til annars„Það er náttúrlega allt hægt,“ segir hann aðspurður hvort ferlið sé komið of langt til þess að einhverju verði breytt í því. „En við höfum held ég engan vilja til þess. Allir flokkar fóru fram í kosningunum með það að leiðarljósi að efla hér atvinnu og við erum bara á þeirri vegferð. Það er það sem við viljum.“Verður samþykktBæjarstjórnin kemur saman á þriðjudag og víst að þar verður uppbygging kísilversis endanlega samþykkt. Talsmenn mótmælenda vildu ekki tjá sig um málið í dag en meta nú hvort þeir haldi kröfum sínum til streitu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins hefur bókað sérstaklega að hann vilji að íbúarnir fái að kjósa um framkvæmdina án þess að það bindi hendur stjórn bæjarins. Ekki er ljóst hvort af undirskriftasöfnun verður eða íbúakosningu eins og málin standa nú. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka þátt í undirskriftarsöfnun í bænum vegna Thorsils kísilmálmversins sem rísa á í Helguvík en óánægðir íbúar hafa krafist kosninga um málið. Undirbúningur kísilversins er þó kominn vel á veg og enginn fulltrúa flokkanna í stjórn hefur andmælt því.Meirihluta andstaða myndi litlu breytaBæjarráðið hafnaði þó um leið íbúakosningu sem yrði bindandi. Á annað hundrað manns efndu til mótmæla í Reykjanesbæ fyrr í mánuðinum og kröfðust undirskriftasöfnunar og bindandi íbúakosningar. Forsvarsmenn hópsins benda á að kísilverið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Fulltrúi meirihlutans í bæjarráði segir þverpólitíska stöðu í bæjarstjórn. Fjórðungur kosningabærra íbúa, um 2.550 til 3.000 manns, þurfa að skrifa undir svo halda megi kosningu. Gunnar Þórarinsson, sem situr í meirihluta í bæjarráði Reykjanesbæjar fyrir Á-listann, segir að þverpólitísk samstaða sé um málið í bæjarstjórn. Ef nægilega margar undirskriftir safnast og íbúakosning verður haldin þar sem meirihlutinn er andvígur kísilverinu mun það litlu breyta, sagði Gunnar í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Umhverfismatið samþykkt„Ég hef ekki trú á því að það breyti neinu, þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það heldur. Þetta er komið það langt á veg. Við erum búin að samþykkja að kísilverið fái þessa lóð og það er búið að samþykkja umhverfismatið. Þannig að það er bara starfsleyfið eftir sem verður formlega tekið með í kjölfarið þess að við afhendum lóðina,“ segir Gunnar. Höfum ekki vilja til annars„Það er náttúrlega allt hægt,“ segir hann aðspurður hvort ferlið sé komið of langt til þess að einhverju verði breytt í því. „En við höfum held ég engan vilja til þess. Allir flokkar fóru fram í kosningunum með það að leiðarljósi að efla hér atvinnu og við erum bara á þeirri vegferð. Það er það sem við viljum.“Verður samþykktBæjarstjórnin kemur saman á þriðjudag og víst að þar verður uppbygging kísilversis endanlega samþykkt. Talsmenn mótmælenda vildu ekki tjá sig um málið í dag en meta nú hvort þeir haldi kröfum sínum til streitu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins hefur bókað sérstaklega að hann vilji að íbúarnir fái að kjósa um framkvæmdina án þess að það bindi hendur stjórn bæjarins. Ekki er ljóst hvort af undirskriftasöfnun verður eða íbúakosningu eins og málin standa nú.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira