Pólitísk samstaða um kísilverið í Helguvík Linda Blöndal skrifar 31. maí 2015 19:30 Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka þátt í undirskriftarsöfnun í bænum vegna Thorsils kísilmálmversins sem rísa á í Helguvík en óánægðir íbúar hafa krafist kosninga um málið. Undirbúningur kísilversins er þó kominn vel á veg og enginn fulltrúa flokkanna í stjórn hefur andmælt því.Meirihluta andstaða myndi litlu breytaBæjarráðið hafnaði þó um leið íbúakosningu sem yrði bindandi. Á annað hundrað manns efndu til mótmæla í Reykjanesbæ fyrr í mánuðinum og kröfðust undirskriftasöfnunar og bindandi íbúakosningar. Forsvarsmenn hópsins benda á að kísilverið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Fulltrúi meirihlutans í bæjarráði segir þverpólitíska stöðu í bæjarstjórn. Fjórðungur kosningabærra íbúa, um 2.550 til 3.000 manns, þurfa að skrifa undir svo halda megi kosningu. Gunnar Þórarinsson, sem situr í meirihluta í bæjarráði Reykjanesbæjar fyrir Á-listann, segir að þverpólitísk samstaða sé um málið í bæjarstjórn. Ef nægilega margar undirskriftir safnast og íbúakosning verður haldin þar sem meirihlutinn er andvígur kísilverinu mun það litlu breyta, sagði Gunnar í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Umhverfismatið samþykkt„Ég hef ekki trú á því að það breyti neinu, þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það heldur. Þetta er komið það langt á veg. Við erum búin að samþykkja að kísilverið fái þessa lóð og það er búið að samþykkja umhverfismatið. Þannig að það er bara starfsleyfið eftir sem verður formlega tekið með í kjölfarið þess að við afhendum lóðina,“ segir Gunnar. Höfum ekki vilja til annars„Það er náttúrlega allt hægt,“ segir hann aðspurður hvort ferlið sé komið of langt til þess að einhverju verði breytt í því. „En við höfum held ég engan vilja til þess. Allir flokkar fóru fram í kosningunum með það að leiðarljósi að efla hér atvinnu og við erum bara á þeirri vegferð. Það er það sem við viljum.“Verður samþykktBæjarstjórnin kemur saman á þriðjudag og víst að þar verður uppbygging kísilversis endanlega samþykkt. Talsmenn mótmælenda vildu ekki tjá sig um málið í dag en meta nú hvort þeir haldi kröfum sínum til streitu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins hefur bókað sérstaklega að hann vilji að íbúarnir fái að kjósa um framkvæmdina án þess að það bindi hendur stjórn bæjarins. Ekki er ljóst hvort af undirskriftasöfnun verður eða íbúakosningu eins og málin standa nú. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka þátt í undirskriftarsöfnun í bænum vegna Thorsils kísilmálmversins sem rísa á í Helguvík en óánægðir íbúar hafa krafist kosninga um málið. Undirbúningur kísilversins er þó kominn vel á veg og enginn fulltrúa flokkanna í stjórn hefur andmælt því.Meirihluta andstaða myndi litlu breytaBæjarráðið hafnaði þó um leið íbúakosningu sem yrði bindandi. Á annað hundrað manns efndu til mótmæla í Reykjanesbæ fyrr í mánuðinum og kröfðust undirskriftasöfnunar og bindandi íbúakosningar. Forsvarsmenn hópsins benda á að kísilverið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Fulltrúi meirihlutans í bæjarráði segir þverpólitíska stöðu í bæjarstjórn. Fjórðungur kosningabærra íbúa, um 2.550 til 3.000 manns, þurfa að skrifa undir svo halda megi kosningu. Gunnar Þórarinsson, sem situr í meirihluta í bæjarráði Reykjanesbæjar fyrir Á-listann, segir að þverpólitísk samstaða sé um málið í bæjarstjórn. Ef nægilega margar undirskriftir safnast og íbúakosning verður haldin þar sem meirihlutinn er andvígur kísilverinu mun það litlu breyta, sagði Gunnar í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Umhverfismatið samþykkt„Ég hef ekki trú á því að það breyti neinu, þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það heldur. Þetta er komið það langt á veg. Við erum búin að samþykkja að kísilverið fái þessa lóð og það er búið að samþykkja umhverfismatið. Þannig að það er bara starfsleyfið eftir sem verður formlega tekið með í kjölfarið þess að við afhendum lóðina,“ segir Gunnar. Höfum ekki vilja til annars„Það er náttúrlega allt hægt,“ segir hann aðspurður hvort ferlið sé komið of langt til þess að einhverju verði breytt í því. „En við höfum held ég engan vilja til þess. Allir flokkar fóru fram í kosningunum með það að leiðarljósi að efla hér atvinnu og við erum bara á þeirri vegferð. Það er það sem við viljum.“Verður samþykktBæjarstjórnin kemur saman á þriðjudag og víst að þar verður uppbygging kísilversis endanlega samþykkt. Talsmenn mótmælenda vildu ekki tjá sig um málið í dag en meta nú hvort þeir haldi kröfum sínum til streitu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins hefur bókað sérstaklega að hann vilji að íbúarnir fái að kjósa um framkvæmdina án þess að það bindi hendur stjórn bæjarins. Ekki er ljóst hvort af undirskriftasöfnun verður eða íbúakosningu eins og málin standa nú.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira