Pólitísk málaferli 12. nóvember 2010 06:00 Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki einsdæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síðustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvarleg brot, nefnilega valdaránstilraunir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að ríkisvaldið megi „verja“ sig með svo heiftarlegum hætti gegn hættulausum mótmælum vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsakaði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsóknum. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættulausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður saksóknina með vísan í 29. grein stjórnarskrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki einsdæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síðustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvarleg brot, nefnilega valdaránstilraunir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að ríkisvaldið megi „verja“ sig með svo heiftarlegum hætti gegn hættulausum mótmælum vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsakaði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsóknum. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættulausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður saksóknina með vísan í 29. grein stjórnarskrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun